Auðvitað vill hann framlengja hjá Liverpool hver vill það ekki???

Þarf eitthvað að segja meira ?? Hann spilar hjá sigursælasta liði englands frá upphafi, besta liði evrópu  og við hlið mestu snillinga knattspyrnusögunnar er nema von að hann vilji ólmur halda því áfram ??? En maður spyr sig samt hvort Liverpool nær að verða enskur meistari í vor.....??????
mbl.is Gerrard vill framlengja hjá Liverpool
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hrein unun að horfa á þetta.

Ekki er oft sem hægt er að hæla öllu liði Liverpool eins og í þessum leik, Aston Villa menn eru hreinlega yfirspilaðir og það er eins og mínir menn séu í öðrum heimi. Auðvitað spyr maður sig hvort jafnteflin í vetur og tapið gegn middlesboro verði það sem skilur á milli Liverpool og United í vor ?? Ef liverpool spilar svona það sem eftir er leiktíðar þá er klárt að united má ekkert misstíga sig meira en orðið er þá verður titillinn tekinn af þeim en maður spyr sig ??
mbl.is Gerrard með þrennu og eins stigs munur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Frábært fyrir ensku deildina flóðljósin að slökkna eitt af öðru....

Eins og ég sagði í síðasta mánuði þá átti ég þá ósk heitasta að Manutd færi að misstíga sig og var ég meira að segja svo brattur að lýsa því yfir að flóðljósin á leikvangi martraðanna myndu slokkna eitt af öðru í mars. Nú er það að rætast og verð ég að segja að ekki gæti ég verið ánægðaðri og nú er chelskí að tapa fyrir Kéenó og félögum í Tottenham og nú er eina leiðin til að setja spennu í þetta að Liverpool girði sig í brók og gjörsigri Oneill og félaga á morgun????  Rauðnefur hlýtur að hafa sparkað skó í serbnesku ofurlaunadúkkuna eftir leikinn áðan en maður spyr sig.......
mbl.is Óvænt tap hjá Manchester United
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Rauðnefur rótari slakaðu þér aðeins þú ert að grýta úr glerhúsi.

Á ekki bara að setja þak á hvað má eyða þannig að þú vinnir allt sem vinna þarf næstu árin. Ef Benni bjarti vill kaupa serbneskar ofurlaunadúkkur og samkynhneigð ofurmenni eins og þú þá má hann það alveg ef það er einhver svo vitlaus að láta hann hafa endalaust af peningum. Ég held að titillinn verði aldrei aftur keyptur en maður spyr sig ??? Áfram FúLHAMMMMMMM
mbl.is Ferguson: Nú fer Benítez að eyða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nú Liverpool eru bara öruggir í úrslitin annað en sum lið suss

Þetta gat ekki dregist betur fyrir mína menn í Liverpool.Chelsea verður okkur tiltölulega létt og svo er það Barcelona líklega þó að líklega verði Bayern talsverð fyrirstaða fyrir catalóninumenn. Ég sé fyrir mér að Liverpool mæti Porto í úrslitum shitunited verður ekki mikil fyrirstaða fyrir Portó, þeir hafa klárað það smálið áður og kunna það og líklega mun Portó síðan mæta Arsenal en maður spyr sig....

kv. Tótinn 


mbl.is Liverpool og Chelsea mætast í Meistaradeildinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Alveg Brilljant framsetning á góðri hugmynd.

Eftir að hafa hlustað á Tryggva skýra þessa hugmynd áðan á Bylgjunni þá er mér ljóst að ekki er þessi hugmynd bara raunhæf heldur algjörlega nauðsynleg. Hinn peningurinn á sömu krónunni er svo að ef ekki verða felldar niður skuldir þá er í raun og veru verið að stela þessum peningum af skuldurum EINU SINNI enn þ.er ef búið er að afskrifa þessar skuldir að miklu leiti við tilflutning úr gömlu bönkunum yfir í þá nýju þá er í raun verið að rukka skuldara að fullu fyrir "meintar skuldir". Ég er búinn að spá lengi í því hvað það er sem í raun og veru stendur í vegi fyrir þvi að niðufærsluleið skulda sé farin og er helst á því að þar séu einhver annarleg sjónarmið í gangi. Ég held að nú sé lag fyrir alla þá sem að stjórnun þessa lands koma að skoða þessa leið af fullri alvöru og snúa bökum saman. Ég held að þarna sé komin sú leiðrétting sem í langan tíma er búið að tala um. Ég segi fyrir mína hönd að ég er búinn að segja lengi að ég skilji ekki afhverju ekki má færa niður verðtrygginguna um ca 1-1 og 1/2 ár. Þegar ég skrifaði undir skuldbindingar mínar hjá Íbúðarlánasjóði þá var ég alltaf með í kollinum og skuldareigandinn líka að verðbólga væri sem næst markmiði seðlabanka Íslands eða 2,5 % að hámarki en ekki 20 % eins og raunin er á. Nú þarf að hundskast til að taka alvöru ákvarðanir en maður spyr sig hvort ekki verði ráðist áfram að litla manninum nú sem hingað til ????
mbl.is Tryggvi Þór: 20% af skuldum heimilanna verði felldar niður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki er það nú gæfulegt gengið maður !

enn er haldið í að reyna að púkka upp á handónýta krónudruslu, líklega er enginn úti í heimi sem hefur áhuga á að bjóða okkur að hengja okkur á þeirra gjaldmiðil ? Ekki einu sinni frændur vorir og fyrrum drottnarar lögðu því málefni lið að við mættum teika þeirra krónu. Er einhver sem getur upplýst mig um hvað er svona slæmt við það að lýsa því yfir einhliða að við ætlum að taka upp annan gjaldmiðil ?? Er nema von að maður spyrji sig hvað gerist þegar kúturinn og korkið verður tekið af krónunni ???
mbl.is Krónan veiktist um 2,6%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Beint rautt er það ekki 3ja leikja bann ??

Er semsagt ekki sama hvort það er jón eða séra jón ??? ég hélt að þetta væri beint rautt spjald og því 3ja leikja bann en maður spyr sig. .... Kv. Tótinn
mbl.is Vidic í tveggja leikja bann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eins og bent hefur verið á þá eru þetta fyrirsjáanleg viðbrögð hjá Rauðnef!

Auðvitað er hann eins og góðum knattspyrnustjóra sæmir ekki að taka þessi mistök á sig ! Að mínu mati var það hann sem féll á prófinu með rangri liðsuppstillingu en það var bara fínt. Þrátt fyrir að Shitunited hafi unnið sigur á Móra Mallakút og Intermönnum í vikunni þá sáust þar mikil veikleika og þreytumerki á liðleskjum hans enda eins og við Poolarar segjum þá borgar sig ekki að vera með í öllum þessum keppnum um smátitlana eins og Rauðnefur og co virðast álíta. Framrúðubikarmeistarar, heimsmeistarar félagsliða eftir einn sigur og FA cup (sem reyndar á að vera algjört skilyrði að leggja áherslu á en við skitum uppá bak þar gegn litla liðinu frá Liverpool) er of mikið fyrir lið með ekki betri mannskap en Rauðnefur hefur á að skipa í dag. Auðvitað munu þeir verða í baráttunni um Englandsmeistaratitilinn fram í síðustu umferð en þá er ég ennþá sannfærður um að feita kellingin mun syngja einhverjum öðrum sigurlaunin til handa heldur en Rauðnef, Rónvaldi og félögum og ekki er loku fyrir það skotið að það verði annað rauðklætt lið sem hreppir titilinn en maður spyr sig samt :::::::
mbl.is Alex Ferguson: Varnarmistök okkur að falli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Rauðnefur rótari og liðleskjur hans teknir í eigin bóli !!

Ég beið með að setja hugleiðingar mínar á blað eftir leik dagsins þar sem að ég vissi að það sem ég léti frá mér skömmu eftir leik yrði mér ekki til framdráttar en hér kemur pistillinn : Ég veit ekki hvað það var en ég er búinn að hafa það á tilfinningunni í smátíma að mars væri mánuðirinn þar sem flóðljósin á leikvangi martraðanna slökknuðu eitt af öðru. Eitthvað sagði mér að 14 mars væri dagurinn sem öllu sneri og ekki er loku fyrir það skotið að ég GÆTI VERIÐ SANNSPÁR í fyrsta skipti í vetur. Ég sé ekki betur en að Rónvaldur Rassmus sem er reyndar ekki nema sem fölur skuggi af þeim Rónvaldi sem við sáum í fyrra sé kominn með Realmerkið á rassinn enda hefur frammistaða hans í vetur verið svipuð og sást hjá Becham bjútí rétt áður en hann yfirgaf shittown. Rauðnefur rótari féll að mínu mati á prófinu í dag og er það í fyrsta sinn í langan tíma sem hann skítur langt uppá bak. Argentínski bolabíturinn gat ekkert, Shrek hefði átt að spara stóru orðin og reyna að skila þessu inná völlinn.  Auðvitað átti Rauðnefur að tefla fram alvöru liði í dag með Gigga , Páli Skóla og Serbnesku ofurlaunadúkkunni en sem betur fer fyrir mína menn voru þeir ekki í byrjunaliðinu. Jafnvel Torres á einni löpp var betri en framherjar dagsins hjá Shitunited. Gerrard sást ekki löngum stundum en samt skoraði hann eitt, fiskaði víti og fékk Vítisengilinn sendan af leikvelli. Hvað er hægt að biðja um meira nei nú er rafmagnið að fara af leikvangi martraðanna en maður spyr sig ???
mbl.is Steven Gerrard: Glæsilegur sigur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband