Ég veit ekki hvort ég á að trúa þessu alveg - ekki var hætta á því í fyrravor að neinir peningar væru að tapast !

Ég get ekki að því gert að ég á afskaplega bágt með að trúa þessum orðum en að sjálfsögðu vona ég að þetta sé hárrétt og að bankarnir séu að setja í gang áætlun þar sem farið verður í að koma hjólum atvinnulífsins í gang. Ég er einn af þeim sem er orðinn atvinnulaus í fyrsta skipti á ævinni frá því ég byrjaði að salta í pakka í gamla daga rétt átta ára gamall, tilhugsunin er hreint skelfileg og það sem er skelfilegast er að það er ekkert sem bendir til þess að ástandið hvað varðar rekstur fyrirtækjanna í landinu sé að lagast en mikið vona ég að ég hafi rangt fyrir mér í þessum efnum en maður spyr sig á þessum tímum. kv. Tótinn
mbl.is Enginn af nýju bönkunum að falla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband