Reykleysi dagur 1. runninn upp. Ó aumingja ég !!! _- hættu þessu væli!

Ég er búinn að vera með í maganum alla helgina yfir þeirri yfirlýstu ákvörðun að nú í dag þ.er mánudaginn 12.janúar 2008 væri ég hættur að reykja fyrir lífstíð.  Um miðjan dag í gær sunnudag rann hins vegar upp fyrir mér ljós og þá leið mér miklu betur með þetta jú ég ákvað að gera þetta eins og þeir sem eru að hætta að drekka brennivín það er ákvörðun mín nær bara yfir einn dag í einu og þannig ákvað ég í gær að ég myndi ekki reykja neitt í dag mánudag, skoða stöðuna á þriðjudag og það  var eins og Púkinn á öxlinni á mér hafi róast eitthvað við þetta . Púkaskrattinn er búinn að henda í mig ýmisskonar pillum síðustu daga sem allir kannast við eins og : hvað þú reykir ekkert mikið og: þú færð ekkert krabba það kemur bara fyrir aðra eða hvað þú getur alveg keypt einn og einn pakka það er nú ekki eins og þú leyfir þér svo mikið. Ég hef hlustað á kvikindið og gleypt í mig hverja athugasemd hans á fætur annarri og jafnvel verið við það að trúa þeim. Ég svaraði honum fullum hálsi í gærkvöldi: JÚ ég reyki alltof mikið; Jú ég get fengið allar tegundir Krabbameins og alls konar óáran eins og aðrir: og Nei ég get ekki og ætla ekki að kaupa mér að reykja því ÞÁ GET ÉG LEYFT MÉR MEIRA..... En ég gæti samt hugsað mér einn vindil núna: NEI stattu þig strákur.  Lagast þetta ekki fljótt ?? maður spyr sig...... kv. Tótinn

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gangi þér vel, ég ætla að hætta eftir 10 daga og er þegar komin með í magannFylgist með hvernig þér gengur

Kveðja

Kolbrún 

Kolbrún (IP-tala skráð) 12.1.2009 kl. 10:26

2 Smámynd: Helga skjol

Gangi þér vel.

Helga skjol, 12.1.2009 kl. 10:48

3 Smámynd: Þórarinn M Friðgeirsson

Takk fyrir það , ég hætti síðast 1993 í tíu ár þannig að púkinn hefur elt mig helvíti lengi. Gangi þér vel sömuleiðis Kolbrún. Kv. Tótinn

Þórarinn M Friðgeirsson, 12.1.2009 kl. 10:48

4 Smámynd: Þórarinn M Friðgeirsson

Takk Helga.

Þórarinn M Friðgeirsson, 12.1.2009 kl. 11:39

5 identicon

Ja sko:

Í fyrsta lagi, finnst mér þetta helvískur aumingjaskapur af þér að vera ekki hættur fyrr, því þú segist hafa ætlað að hætta 12. jan. 2008, þ.e. í fyrra!! Var þetta eina ár bara "aðlögun" eða undirbúningur eða blöff eða???

Í öðru lagi, áttu að taka á þessu eins og ég sko. Hjá mér er það þannig að maður þarf að BYRJA að reykja til að geta HÆTT að reykja. Ég reyki alls ekki (eins og þú veist) og þarf því ekki að hætta, þó svo að ég púi svona 5+ vindla á dag.

 Í þriðja lagi, þá er ágætt hjá þér að segja að þetta sé bara prentvilla, þetta átti að vera 12. jan. 2010 eða 2012. Þá kemur upp allt annar flötur á málinu.

"Komasvo!!!!!"

Bekkenofvistjis (IP-tala skráð) 12.1.2009 kl. 16:56

6 Smámynd: Þórarinn M Friðgeirsson

Já ég játa á mig þá synd að vera heimskingi, ég meinti 12.jan. 2009 eins og þú réttilega bendir á Bekkenofvistjis góður þá hefði ég getað notað mér þetta og sagst hætta 12.jan. 2010-2012 en eini sem ég hefði svikið er ég sjálfur, mér var ekki ljóst að þetta hafi verið möguleiki þ.er að byrja ekki eins og þú þó að þú púir 5-6 vindla á dag . Ég lýsi því hér með yfir að ég hef ekki hug á að byrja að reykja ......aftur í bili að minnsta kosti. Kv. tÓTINN

Þórarinn M Friðgeirsson, 12.1.2009 kl. 17:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband