Gleðilegt ár til þín líka ÓRG.

Maður sem stutt hefur "víkingana"okkar tók skyndilega Ubeygju í afstöðunni við útrásinni og þurfti meira að segja að breyta bókinni sinni helling kemur nú fram og talar um endurreisn landsins. ÉG held að uppgjör sé óumflýjanlegt og þá er spurningin hvort ÓRG sé ekki undir smásjánni eins og hinir en hann má eiga það að hann fer fram á launalækkun og gefur þar með gott fordæmi, ég hef alltaf stutt ÓRG og ég held að honum hafi einfaldlega verið mikill vandi á höndum við að semja nýárs ávarp sitt þetta árið hann er forseti þjóðarinnar en hann einn getur engan veginn lægt þær öldur sem virðast skella á landinu um þessar mundir en maður spyr sig. tótinn
mbl.is Þjóðarátak nýrrar sóknar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingibjörg Hinriksdóttir

Sæll félagi og gleðilegt nýtt ár. Sammála þér um að uppgjör sé óumflýjanlegt og auðvitað er ÓRG undir þeirri smásjá. Hann hefur þó þá afsökun að vera allt að því "valdalaus" - þó hann hafi baðað sig í ljósi víkinganna þá á hann ekki nema einn þátt í því ástandi sem nú er uppi. Hans hlutur varð stærstur ... og svartastur, þegar hann neitaði að skrifa undir fjölmiðlalögin. Ég viðurkenni fúslega að ég kaus karlinn þegar hann var kjörinn fyrst, en hann átti að víkja í ár þegar hann var kjörinn í fjórða sinn. Hann átti að hætta eins og Dollý ráðlagði honum í spá sinni fyrir árið 2008.

Í dag þurfti ég að slökkva á ávarpinu þegar hann hóf upp helgislepju sína í ávarpinu, mér varð beinlínis óglatt að hlusta á þetta jarm í honum. Arrrggghhhh!

Ingibjörg Hinriksdóttir, 1.1.2009 kl. 19:51

2 Smámynd: Þórarinn M Friðgeirsson

Jú sæl og blessuð Ingibjörg og gleðilegt nýtt ár. Æji honum er vorkunn kallanganum, þurfti að éta ofaní sig allt bullið síðustu árin og svo hlýtur þetta að vera svo leiðinlegt starf að það hálfa væri nóg en maður spyr sig hvort hann ætti ekki að tala aðeins minna. Kv. Tótinn

Þórarinn M Friðgeirsson, 1.1.2009 kl. 20:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband