30.12.2008 | 15:16
Erjur Íslendinga útaf enska boltanum - hvað veldur???
Ég hef oft spurt mig að því uppá síðkastið hvað veldur því að venjulegir Íslendingar að ég held þokkalega heilir á geðsmunum sleppa sér algjörlega þegar kemur að leikjum eða fréttum af "þeirra liðum" í enska boltanum, undirritaður er einn af þessum hamslausu aðdáendum og er hans lið Liverpool. Viku eftir viku er horft á leik eftir leik, leikskipulagið krufið til mergjar og skammast útí stjórann, stjórnina, leikmennina og jafnvel dómarahelv... Blogsíðurnar verða svo yfirfullar af misánægðum aðdáendum sinna liða sem mæra þá, bölva eða rífa andstæðingana niður í háði, kalla þá öllum illum nöfnum og ganga jafnvel svo langt að kenna þá við samkynhneigð, leikaraskap, níðingsverk eða jafnvel hóta þeim lífláti. Hvað fær okkur til að ganga svona langt útaf einhverjum tjöllum sem hirða milljónir og jafnvel milljónatugi fyrir það eitt að gera það sem þeim finnst skemmtilegt þ.e. að elta einhverja boltatuðru til þess eins að sparka henni eins langt frá sér og þeir geta loksins þegar þeir ná henni maður hreinlega spyr sig? Ég hef reyndar haft í gegnum tíðina afskaplega gaman af því að snúa útúr, afbaka eða "analisera" fréttir af höfuðandstæðingum okkar Poolara þ.e. Manutd. Líklega snýst þetta að hluta til um öfund, United hefur hirt flesta stærstu titla í boltanum síðustu árin og titlaþurrð sigursælasta liðs allra tíma (Liverpool) hefur ekki riðið við einteyming. Líka spilar það mikið inní að ég fæ yfirleitt mestu og hatrömmustu viðbrögðin frá aðdáendum þess annars ágæta klúbbs og ekkert gleður mig eins og ef ég næ að æsa einhvern aðeins og svo langt hefur gengið að mín heittelskaða hefur spurt mig hvort ég vilji ekki aðeins fara að slaka á svo ég verði hreinlega ekki laminn en þetta er græskulaust gaman mér þykir ákaflega vænt um þegar United gengur vel svo lengi sem það er ekki á kostnað okkar Poollara en að hætta að atast í þeim: Ekki séns í helvíti eins og einn góður maður komst svo vel að orði einu sinni en maður spyr sig. Tótinn
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.