Þúsund bjartar sólir - er einhver samlíking með ástandinu á Íslandi.

Ligg heima með flensuskít, opnaði þúsund bjartar sólir í morgun, hef ekki getað litið uppúr henni og var að klára hana. Ekki er loku fyrir það skotið að hugurinn hvarfli að því hvort við erum ekki að upplifa slíkt ástand hér á Íslandi í dag? Ég held að þjóðinni sé farið að líða eins og vesalingskonunum í þessari sögu eftir að talibanarnir komust til valda. Einhverjir talibanar eru búnir að fara um rænandi og ruplandi, nauðgandi og svíkjandi, ég segi nú ekki drepandi og jú þjóðin situr uppi með gjörninginn og ríkisstjórnin er hér í líki eiginmannsins í sögunni sem lemur á okkur, sparkar í okkur liggjandi sem standandi og við tökum öllu með allt að því bros á vör stöndum upp aftur og tökum við fleiri höggum, spörkum af því að kóraninn(stjórnarskráin) segir þá vera okkur æðri, talibanarnir hafa að vísu verið flæmdir í hella sína í bili en þurfa ekki að axla ábyrgð gjörða sinna og fá syndaaflausn (skuldaniðurfellingu) sjálfsagt bíða þeirra 70 hreinar meyjar við hliðið þegar þeir fara til ríkis allah?
Hér er ekki um neinar þúsund bjartar sólir að ræða varla þá eina en vonandi bíður okkar betri tíð með blóm í haga ? Maður spyr sig.. Tótinn
Ps. var að heyra auglýsingu í útvarpinu um hvort ég hafi lent í slysi og hvort ég eigi rétt á bótum ?
Jú ég hef lent í stórslysi þ.er útrásarvíkingunum,ríkisstjórninni, seðlabankastjórum og fjármálaeftirlitinu og á ég rétt á bótum ? Leyfið mér að hugsa ......Nei ég er of mikið nóbody til þess. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband