Jóladagatal Tótans dagur 11.- kæru Geir og Ingibjörg. Farvel!

Jú þið stóðuð við allt sem IMF sagði. Leit í skóinn minn í morgun og jú þessi líka flotta Happaþrenna. Ég hugsaði sem svo að nú væri allt orðið gott aftur, Stekkjarstaur hefði komið í nótt og gefið mér eðlilegan hlut. Ég skóf af fyrsta glugganum og jú þar stóð 14% jú það er hækkunin á bjórnum ! næst var svo 1% jú mikið rétt skattahækkun, 12,5 % vörugjalda bensín og hvað þessar hækkanir ykkar heita allar. Takk fyrir ekki neitt. Skóf af bónusglugganum um hvað ég hefði unnið og viti menn þar var mynd af litlum árabáti jibbý.  Lagði við hlustir og jú það var hljótt í húsinu. Hvað er í gangi. Ég ætlaði ekki að trúa þessu. Stóð á fætur og opnaði fram, allt hljótt, enginn grátur, enginn icesave,engin sjóðheit gengishækkun Heart engin Oddman ofurhetjaBandit, engin eineygð esbaðildPolice Engin kengbogin kreppaAlien , engin Mamma og engar rúsínukökur. Ég kjagaði fram á gang og heyrði ekkert en allt vað uppljómað. Hljóp út á götu, allt uppljómað í stórborginni Kópavogi en enginn á ferð. Fór að gruna ýmislegt, hvar voru allir ? Í Reykjavík var sama sagan , sama hvar litið var enginn á ferð en allt uppljómað. Hvert fór fólkið ? Hljóp inná Reykjarvíkurflugvöll og þar var engin flugvél engin einkaþota, ekkert. Ég er að missa það tek straujið niður á höfn, enginn bátur í höfn ekkert. Jú ekkert nema miði á ljósastaur og á honum stóð. Við erum farin úr landi , sá sem síðastur fer á að taka af rafmagnið kv. Ríkisstjórn íslands og Íslenska þjóðin. Mér reiknaðist til að ég væri síðastur og því voru góð ráð dýr hvernig átti ég að komast ? Jú í vasa mínum var happaþrennan góða og ég leit á hana aftur og jú árabáturinn sem ég vann hann hlýtur að vera hérna einhversstaðar ? ég kom auga á hann við bryggjuna og klifraði um borð. Teygði mig í rofann og tók af rafmagnið, skrúfaði fyrir vatnið og lagði í hann. Söng við raust ship og hoj ship og hoj og svo nýja í næstu höfn og svo nýja í næstu höfn. Farvel Ísland, farvel kæra þjóð, farvel kæra ríkisstjórn og takk fyrir ekki neitt. Er þetta framtíð landsins. Maður spyr sig. Kveðja Tótinn

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gaman að þessum jólapistlum. Þeir eru grátbroslegir. Spéspegill samtímans.

Günter (IP-tala skráð) 12.12.2008 kl. 10:09

2 Smámynd: Þórarinn M Friðgeirsson

Takk fyrir það Gunter, þeir áttu líka að vera það í anda ástandsins en nú treysti ég því að "alvöru" jólasveinarnir 13 taki við og komi með eitthvað gott í skóinn hjá mér og þá á ég ekki við þessa tólf sem koma örugglega með eitthvað meira miður gott fyrir jólin. kv. Tótinn

Þórarinn M Friðgeirsson, 12.12.2008 kl. 10:18

3 identicon

Ég mun sakna skrifa þinna Tóti minn.

Alda S. Gísladóttir (IP-tala skráð) 12.12.2008 kl. 12:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband