Vinnustaðagrín sem gekk fulllangt ?

Jú það má kalla litla hraun vinnustað eða hvað menn vilja en mér fannst þetta snilldargrín. Aallavega fékk þetta mig til að brosa út í bæði. Þetta heitir að taka hlutina alla leið en maður spyr sig hvort einhver lög voru brotin með þessu ef enginn lagði inná reikning mannsins ?  Meira grín í dagsins önn er dagskipunin en kannski ekki með alveg svona svörtum húmor en kannski á þannig húmor best við í dag.
mbl.is Grín sem gekk of langt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Diesel

Ég brosti líka. Meira að segja hló. Svartur húmor kannski, en þess virði.

Diesel, 11.12.2008 kl. 16:45

2 identicon

Sæll Nafni.

Ég þorði ekki að brosa fyrr en núna,.

Að þetta hafi gengið upp er með ólíkindum.

Kveðja.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 11.12.2008 kl. 16:49

3 Smámynd: Þórarinn M Friðgeirsson

Já þetta minnir mig á einn af Allir krakkarnir bröndurunum sem gengu og maður glotti að(í laumi). Allir krakkarnir voru að horfa á örbylguofninn nema Finni af því að hann var inni !! kv.

Þórarinn M Friðgeirsson, 11.12.2008 kl. 16:52

4 Smámynd: Herra

WTF?

Hvað er svona fyndið?

Herra, 11.12.2008 kl. 19:58

5 Smámynd: Gunnar Björn Björnsson

Ég heyrði fyrst aðeins glefsur af fréttum um þetta og hélt að fangi á litla hrauni hefði verið að hóta öðrum lífláti með því að senda fréttina inn og fannst ansi mikil og ósvífin harka kominn í menn, viti menn ég heyrði lítið, !!!  fyllti í eyðurnar og loks er ég sá fréttina fór ég auðvitað að hlægja, sem betur fer er svona grín ekki fyndið nema einu sinni og fær sá sem hugvitið hafði prik fyrir nýsköpun og sá sem photoshoppaði myndina einnig prik mér hreinlega hryllti við myndinni. En að öllu gamni slepptu getur grín gengið of langt og þetta var við landamærin, margt miklu verra að ske í okkar samfélagi heldur en sjúkur og svartur húmor.

Gunnar Björn Björnsson, 12.12.2008 kl. 01:08

6 Smámynd: Gunnar Björn Björnsson

ég er viss um að þetta átti ekki að vera hinn fullkomni glæpur Ace þannig að við skulum ekki álykta að þeir hafi ætlað að komast upp með þetta, vantað smá aur og þótt þetta fyndið.

þú ert hinsvegar eflaust að sjá þetta frá öðru viðhorfi                        ( afbrotamenn ) hafa líka húmor og oft á tíðum er fyrirmyndafólk í fangelsum ég veit um einn sem endurnýjaði rúmin þar sem hann var í steininum og seldi svo listaverkin sín grimmt ( voru nefnd stolin grjót ) eflaust hefði hann stolið þessari hugmynd hefði hann enn verið inni.

Gunnar Björn Björnsson, 12.12.2008 kl. 01:13

7 Smámynd: Þórarinn M Friðgeirsson

Já Gunnar ég verð að viðurkenna það að mér þótti grínið fullgrátt til að byrja með en eftir smástund skellti ég uppúr og fannst þessi hugmynd brilljant eins og Vala Matt hefði sagt. Ég hef lengi verið talsmaður þess að verðlauna góðar viðskiptahugmyndir og þessir drengir eru kandidatar í viðskiptamenn ársins nú þegar fáir alvöru viðskiptamenn eru eftir til að bera þann titil með "sóma" Ég keyrði í fyrra fram hjá Kvíabryggju í Grundarfirði og jú mér þótti lítið eftir af fjörugrjóti þar enda var það keyrt í burtu í bílförmum hér forðum. Ég verð að spyrja hvort borgað hafi verið fyrir allt þetta grjót, holtagrjót í Reykjavík hefur verið selt á ca 15 þúsund kall stykkið og hvað var þessi "list" margir steinar maður spyr sig. Tótinn

Þórarinn M Friðgeirsson, 12.12.2008 kl. 07:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband