5.12.2008 | 15:25
Jóladagatal Tótans dagur fjögur - Kæri Árni M.
Þú kominn í leitirnar og ég varð ekkert lítið hissa þegar ég fékk frá þér kengbognu Kreppuna. Þú hefðir átt að sjá upplitið á Icesave reikningum og Karamelluhúðaðri gengisfellingunni þær urðu ekkert smá vandræðalegar enda um afkvæmi þeirra að ræða. Gengisfellingin varð alveg æf út í Icesavereikningin fyrir að gera ekki ráðstafanir til að verjast þessum getnaði eins og Davíðvar búinn að biðja um og nú talast þau ekki við og andrúmsloftið er orðið þrúgandi. Kengbogna kreppan situr bara róleg, étur upp allar eigur okkar mömmu og mamma er aftur kominn á róandiog tekur þetta svo nærri sér að hún tímir ekki orðið neinu. Árni það er þér að kenna að núna tímir hún ekki að setja rúsínur í jólakökurnar sem mér þykja svo góðar af því að kreppan er búinn að éta þær allar og ekki er hægt að kaupa nýjar út af gengisfellingunni. Mamma mín er að jafna sig aðeins á þessu en hún er búinn að taka skóinn úr glugganum til öryggis og hún skrúfaði aðra hvora peru úr jólaljósunum til að spara rafmagnið allt út af þessari fjandans kengbognu Kreppu. Mikið svakalega obboðslega væri ég glaður ef þú gætir komið og náð í vini þína svo ég eigi gleðileg rúsínujól. Þinn vinur Tótinn
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.