28.11.2008 | 10:05
Sómasamlegt líf ? Hugleiðing um lífið/Kveðja.
Ég er á daprari nótunum í dag þó ég reyni að sjá eitthvað jákvætt í öllu því langar mig til að koma með smá hugleiðingar í "kreppunni". Hvað er sómasamlegt líf eins og oft er klifað á ? Er það að hafa atvinnu: Já./ Er það að geta lifað af venjulegri dagvinnu: Já. /Er það að hafa heilsu: Já. /Er það að eiga fyrir skuldum: Já. /Er það að vera sáttur við Guð almáttugan, sjálfan sig og sína nánustu: Já. /Er það sú hugsun að vakna að morgni og geta sagst ætla að láta eitthvað gott af sér leiða yfir daginn: Já.
Ég þekki fólk sem hefur líklega lítið af ofangreindu og því lifir það væntanlega ekki sómasamlegu lífi ? Ég tel mig enþá lifa sómasamlegu lífi þar sem að ég reyni að lifa eftir ofangreindu þó erfitt sé. Við skulum muna það að það eru margir í dag sem eiga um mjög sárt að binda og hafa ekkert af ofangreindu og hafa um allt aðra hluti að hugsa.
Hugur minn er hjá ungri fjölskyldu sem er mér tengd og er að bera kornungan son sinn til grafar í dag og ætli þau hafi áhyggjur af kreppu ? Nei. /Ætli þeim finnist Guð almáttugur sanngjarn. Nei. /Ætli þeim sé ekki sama um allt argaþras hversdagsins: jú klárlega.
Kæra fjölskylda ykkar er sorgin og samúðin og megi Guð almáttugur vera með ykkur í sorg ykkar.
Við hin: Munum það að sama hvernig árar hjá okkur þá eru örugglega aðrir sem hafa það mun verr og þurfa á huggun að halda. Hvar er sanngirnin ? maður spyr sig.
Ég þekki fólk sem hefur líklega lítið af ofangreindu og því lifir það væntanlega ekki sómasamlegu lífi ? Ég tel mig enþá lifa sómasamlegu lífi þar sem að ég reyni að lifa eftir ofangreindu þó erfitt sé. Við skulum muna það að það eru margir í dag sem eiga um mjög sárt að binda og hafa ekkert af ofangreindu og hafa um allt aðra hluti að hugsa.
Hugur minn er hjá ungri fjölskyldu sem er mér tengd og er að bera kornungan son sinn til grafar í dag og ætli þau hafi áhyggjur af kreppu ? Nei. /Ætli þeim finnist Guð almáttugur sanngjarn. Nei. /Ætli þeim sé ekki sama um allt argaþras hversdagsins: jú klárlega.
Kæra fjölskylda ykkar er sorgin og samúðin og megi Guð almáttugur vera með ykkur í sorg ykkar.
Við hin: Munum það að sama hvernig árar hjá okkur þá eru örugglega aðrir sem hafa það mun verr og þurfa á huggun að halda. Hvar er sanngirnin ? maður spyr sig.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.