Húsmóðirin ég sjálfur Part 2 !

Jamm og jæja þá er annari viku minni sem húsmóður að ljúka og ekki átti ég von á því að þetta væri svona einfalt djobb eða þannig. Ég er búinn að komast að því að gólfin þau skúra sig ekki sjálf og diskarnir fara ekki sjálfir í uppþvottavélina, ég sem hef alltaf haldið að þannig væri það. Ég læri nú betur að meta framlag konunnar á heimilinu en verst þykir mér þó að nú hef ég engar afsakanir lengur. Eldamennska mín sem kannski ætti frekar að kalla eiturbras leggst ágætlega í fjölskyldumeðlimi enda óhræddur að prófa mig áfram undir styrkri stjórn og enginn hefur fengið mikið í magan ennþá.  Eitt er það verk sem mér gengur illa að framkvæma skammlaust og það eru búðarferðir. Ekki það að ég hafi ekki fylgt minni heittelskuðu í búðir hingað til en það hefur nú fyrst og fremst verið til að borga og halda á innkaupapokunum. Ég fyllist þvílíku óöryggi um leið og ég stíg innfyrir dyrnar og hringsnýst um sjálfan mig eins og skoppara kringla og enda með eitthvað allt annað í körfunni en ég fór til að kaupa. Ég gæti væntanlega ekki unnið mér það til lífs að fara miðalaus í búð án þess að koma heim hlaðinn pokum fullum að varningi sem örugglega er til nóg af á heimilinu fyrir.  Eitt gott ráð get ég sagt ykkur sem ég hef reyndar heyrt áður og það er að maður á aldrei að fara svangur í búð. Heimasætan ljómar þegar ég kem úr búð því yfirleitt leinist lakkrísreimapoki eða prinspóló eða jafnvel súkkulaðirúsínur í pokanum en minna fer fyrir mjólk, brauði, áleggi eða kartöflum.  Reyndar er aðeins farið að heyrast að það sé ekkert til í ísskápnum en það er að sjálfsögðu bara bull það er hellingur til en að vísu ekkert sem þeim finnst gott. Væntanlega eru bara umþað bil 3 vikur eftir af þessum "carrier" en ég er ekkert viss um að ég sleppi við þvottavélina aftur þar sem að ég er að verða nokkuð fær á hana eða kannski ekki. Kv. "húsmóðirin ég sjálfur" 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband