Nei þetta er of mikið af því góða !

Er ekki hægt að leyfa fólki að fá vinnufrið. Það er eitt að mótmæla en annað að haga sér svona. Þetta er mitt mat og ég leyfi mér að hafa þessa skoðun hvað sem hver segir. Kv. Tótinn
mbl.is Ólæti á þingpöllum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Spurning um að þarna væri þá vinnandi menn en ekki bjánar fyrst :) Er þetta ekki ein leið fyrir þessa mótmælendur að láta í sér heyra þar sem að ríkisstjórnin er gjörsamlega hætt að hlusta á öll mótmæli...?? Án þess að ég viti mikið um þessi mótmæli þá finnst mér þetta vera skemmtileg nýjun í fljóruna og þessi laugardagsmótmæli eru hætt að bíta....

Joi (IP-tala skráð) 8.12.2008 kl. 15:32

2 identicon

Bölvað pakk... en það verður ekki lengi sem það fær samúð þjóðarinnar eins og við lögreglustöðina um daginn.  Þessu fólki á einfaldlega að stinga inn. 

Funi (IP-tala skráð) 8.12.2008 kl. 15:32

3 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Sammála Jóa hérna. Af hverju ekki að láta heyra í sér þar sem fólkið sem á að fá skilaboðin situr.

Heiða B. Heiðars, 8.12.2008 kl. 15:33

4 identicon

Það er ekkert skemmtilegt við þetta Joi, og það á að vera "zero tolerance" fyrir svona aumingjans vandræðalýð.  Á þetta fólk ekki að vera í skóla eða vinnu?  Er þetta fólk með kosningarétt yfir höfuð?

Funi (IP-tala skráð) 8.12.2008 kl. 15:34

5 Smámynd: Gunnar

Já, að sjálfsögðu á að vera löngu búið að stinga þessum þingmönnum inn! Bera ábyrgð (ásamt öðrum) á því að fjöldi fólks mun verða gjaldþrota á komandi mánuðum. Og ég held að það sé líka alveg rétt að samúð þjóðarinnar með þessu pakki er löngu þrotin!

Gunnar, 8.12.2008 kl. 15:34

6 identicon

Ekki ætla ég að reyna að breyta þinni skoðun en ég er ekki hissa þótt fólk rísi gegn þeirri sýndarmennsku sem framá alþingi.

Mat þeirra sem eru þér ósammála er að sú starfsemi sem fram fer í þinginu þjóni ekki lýðræðinu. Ríkisstjórnin situr sem fastast í valdhroka sínum þótt mánuðum saman hafi þúsundir manna krafist afsagnar hennar og minnihlutinn hefur nákvæmlega ekkert vald.

Það er því rökrétt að krefjast þess að þessi skrípasamkunda verði leyst upp.

Eva Hauksdóttir (IP-tala skráð) 8.12.2008 kl. 15:36

7 Smámynd: Helgi

Já sammála því.. Í guðs bænum hegðum okkur eins og siðmenntað fólk og látum rökhyggju og yfirvegun einkenna það sem við gerum en ekki einhvern tilfinningahita og vitleysu.

Helgi , 8.12.2008 kl. 15:37

8 Smámynd: Helgi

Eva. Þú segir

"Ríkisstjórnin situr sem fastast í valdhroka sínum þótt mánuðum saman hafi þúsundir manna krafist afsagnar hennar og minnihlutinn hefur nákvæmlega ekkert vald."

 Viltu semsagt að ríkisstjórnin segi af sér og gangi út sem allra fyrst ? Hvern ætlarðu að fá í staðinn? Hvenær ætlarðu að kjósa? Hver á að taka ákvarðanir á meðan (kosningar eru langt og reglubundið ferli). Maður verður að hafa lausnir en ekki bara skoðanir.

Helgi , 8.12.2008 kl. 15:38

9 identicon

"Það er ekkert skemmtilegt við þetta Joi, og það á að vera "zero tolerance" fyrir svona aumingjans vandræðalýð.  Á þetta fólk ekki að vera í skóla eða vinnu?  Er þetta fólk með kosningarétt yfir höfuð?"

Já fokkit, hlustum bara á fólk með kosningarétt, hitt pakkið má bara fara aftur á leikskólann...

Logi (IP-tala skráð) 8.12.2008 kl. 15:40

10 Smámynd: Janus

Alveg sammála þér Þórarinn, eitt er að mótmæla skynsamlega en annað að láta eins og bjánar á Alþingi. Algerlega til skammar.

Janus, 8.12.2008 kl. 15:41

11 Smámynd: Þórarinn M Friðgeirsson

Það er spurningin um bakarann og smiðinn held ég. Það er alveg ljóst að "kerfið" brást í eftirlitinu en það þarf að fá það á hreint hver ber ábyrgðina. Eru ekki allir ráðherrarnir búnir að lýsa því yfir að komi eitthvað útúr "rannsóknum"á ástæðum hrunsins hvenær sem það fer í gang skulu þeir axla ábyrgð.? Hvað vill fólk eiginlega henda þessu fólki sem er þó að reyna að gera eitthvað út og hvað fáum við í staðinn, stundarbrjálað fólk sem hefur hærri hugmyndir um sjálft sig og sinn dugnað heldur en það væntanlega getur staðið undir. Nei gefum þeim sem við kusum tækifæri fram á næsta ár til að leysa eitthvað og þá verður að kjósa og þá geta allir þeir sem áhuga og getu hafa farið í framboð. Það er spurning hvort annað hljóð verður í strokknum þegar inn á alþingi er komið. Maður spyr sig.  

Þórarinn M Friðgeirsson, 8.12.2008 kl. 15:42

12 identicon

Ég er með svona mótmælum þegar stjórnendur hlusta ekki heldur halda áfram að ljúga og svara ekki þjóðinni, vinnufrið hvað? Þessi ríkistjórn hefur fengið allt of mikinn frið. Ríkisstjórnina á að bera út, þetta er bara byrjunin á því. Meira svona!!!!!!! Sorry Toti!

stefan (IP-tala skráð) 8.12.2008 kl. 15:42

13 identicon

Mótmæli eru af hinu góða, en þau verða vð vera innan skynsamlegra marka og þarna finnst mér vera gengið of langt.  Þetta gefur bara Ingibjörgu Sólrúnu og hennar liði ástæðu til að tala um mótmælendur sem "pakk" og halda áfram að hunsa öll mótmæli.

Alli (IP-tala skráð) 8.12.2008 kl. 15:44

14 identicon

já einmitt, gefum þessu fólki vinnufrið á meðan allir aðrir eru að missa vinnuna! ráðamenn þurfa að axla ábyrgð og það þarf að boða til kosninga sem allra fyrst!

halli (IP-tala skráð) 8.12.2008 kl. 15:46

15 Smámynd: Helgi

Halló?

En hvað?

Hvað stingið þið uppá ?

Lausnir takk. 

Erum við að tala um kosningar núna? Strax fyrir jól? Eða í janúar? 

Helgi , 8.12.2008 kl. 15:47

16 identicon

Já, þú segir vinnufrið.

Áttu þá frið til að vera í vinnunni , eða frið til þess að framkvæma vinnuframlag ?

Hef ekki getað séð að það hafi verið mikið "unnið" á alþingi síðustu misseri.

Það gegnur þá bæði yfir stjórnar- og stjórnaanstöðuþingmenn.

Man ekki eftir því síðustu mánuði að það hafi verið samþykkt frumvarp sem kom frá þingmönnum.

Man bara í svipinn eftir hálfkláruðum frumvörpum frá framkvæmdarvaldinu, þá í gegnum ráðherra.

Ef ég væri aðeins yngri, þá væri eg þarna, einmitt til að reka fólk, sem mætir á vinnustað, en skapar ekki verðmæti, heim til sín.

Sigfús (IP-tala skráð) 8.12.2008 kl. 15:48

17 identicon

Ég er svo fegin að ekki eru allir jafn þægir og þú. Alþingi þarf ekki vinnufrið, hefur ekkert gerst í þessu húsi nýlega annað en eiginhagsmunapot

er (IP-tala skráð) 8.12.2008 kl. 15:52

18 Smámynd: corvus corax

Frábært !  Þessir mótmælendur eiga alla mína aðdáun!  Þetta skítapakk í ríkisstjórn og á þingi sem stöðugt lýgur að þjóðinni, skarar eld að eigin köku og verndar útrásarglæpalýðinn með því að láta ekki rannsaka glæpina á ekkert skilið annað en að vera truflað við glæpaiðju sína eins og hægt er. Geiri gunga, Solla svikari, Dabbi drusla í Seðlabankanum, Björn Bjarnason, Árni hrossalæknir og lögreglustjórafíflin - ríkisins og Reykjavíkur, og margir fleiri: þetta er glæpalýður frá upphafi til enda, ófær um að bera hag almennings fyrir brjósti vegna eigin hagsmuna. Burt með þetta hyski með góðu eða illu !

corvus corax, 8.12.2008 kl. 15:54

19 Smámynd: Þórarinn M Friðgeirsson

Sammála þér Helgi Þór ég er á móti (jú ég get líka verið á móti)því að kosið verði strax en rannsaka þarf gjörninginn klárlega og ég verð að leggja traust á þetta fólk sem þarna er að það geti unnið fyrir kaupinu sínu og okkur enda eigum við möguleika að hafna þessu fólki í næstu kosningum og það er eina leiðin.

Þórarinn M Friðgeirsson, 8.12.2008 kl. 15:55

20 identicon

Hei ! 

 Þið sem eruð svona dagfarsprúð að það megi ekki raska ró ykkar sama hvað gengu á í þessu blessaða þjófélagi. Að mínu viti er enginn skríll hér á ferð heldur miklu frekar venjulegt fólk sem vill beyta sér gegn valdníðslu ráðamanna. Ef fókið í landinu lætur ekki í sér heyra þegar það er ósátt við ríkisstjórnina, hvernig á þá að vera hægt að þrýsta þessu fólki í burtu. Ekki ætla þau að segja af sér sjálf.

Mætið bara sjálf á mótmæki og hættið að væla heim í stofu um að þið hafið það svo skítt.

Hanna (IP-tala skráð) 8.12.2008 kl. 15:55

21 identicon

Merkilegt að sumir hérna skuli komast í gegnum ruslpóstvörnina... svo ómerkilegur er málflutningurinn.  Sammála þér Helgi, ef einn af þessum "sérfræðingum" gæti bent á betri leið eða jafnvel fundið tvo flokka sem gætu unnið saman og haft meirihluta á þingi, þá væri kannski lausn. 

D og S.  Virkar, og er í gangi.

VG og einhver hinna flokkanna (með fylgi) ... yeah right!

Hvað er annað í boði?

Ef það ætti að fjarlægja einhverja af þingi þá væri það VG... síðustu mál þeirra:  Senda alþingi út á útvarpsrás um allt land, afnema blá og bleik föt á ungbörn, o.s.frv.  

Funi (IP-tala skráð) 8.12.2008 kl. 15:56

22 identicon

Sammála þér - reynum að virðast siðmenntu - sýnum hvert öðru virðingu og gefum þingmönnum vinnufrið.  Það skiptir engu máli þótt Eva Hauksdóttir ( veit reyndar ekki betur en hún hafi heitið Jóhanna  hér áður fyrr ) sendi son sinn til þess að fremja lögbrot - það er kanski sú framtíð sem hún vill fyrir hans hönd - en eðlilegir foreldrar vilja að börnin fari leið löghlýðni.  Þessi uppákoma er þeim sem að henni stóðu til skammar og einnig þeim sem verja slíkt framferði.  Hvort sem einstaklingurinn kynnir sig sem galdranorn eða eitthvað annað. Og að tala um kosningar núna eða í vor er fráleitt.  Slíkt lætur enginn út úr sér sem vill ná upp stöðugleika í þjóðfélaginu eftir gönuhlaup fjárglæframannanna.  Helgi Þór Eva ( Jóhanna ) er ekki svaraverð - hún er orðin að atvinnumótmælanda og það skiptir engu hverju verið er að mótmæla - bara að hún geti komist í fjölmiðla sem í tilgangsleysi sínu og niðurrifsstarfssemi þrífast á einstaklingum eins og henni.

Ólafur I Hrólfsson (IP-tala skráð) 8.12.2008 kl. 15:58

23 Smámynd: Þórarinn M Friðgeirsson

Já góðan daginn. En er ekki rétt að öll (allavegna flest) dýrin í skóginum séu vinir ???   Ég þekki ekki haus né sporð á neinu ykkar en ég virði það að menn hafi skoðun þó hún sé kannski ekki sú sama og sumra ykkar en það er vel. Tótinn

Þórarinn M Friðgeirsson, 8.12.2008 kl. 16:07

24 Smámynd: Þór Jóhannesson

Finnst engum OF mikið af því góða að heil hersveit af lögreglumönnum þarf til að þagga niður í nokkrum unglingum (eins og svo margir eru að halda fram)? Eru það ekki frekar ÖFGAFULL viðbrögð hjá yfirvöldum eða segir það okkur kannski að það er eitthvað meira í gangi en smá krakkaskríll að gera aðsúg að hinu heilaga Alþingi?

Bara smá pæling sem enginn hefur spáð sérstaklega í!

Þór Jóhannesson, 8.12.2008 kl. 16:44

25 identicon

Helgi Þór:

'Viltu semsagt að ríkisstjórnin segi af sér og gangi út sem allra fyrst? Hvern ætlarðu að fá í staðinn? Hvenær ætlarðu að kjósa? Hver á að taka ákvarðanir á meðan (kosningar eru langt og reglubundið ferli). Maður verður að hafa lausnir en ekki bara skoðanir.

-Helst vildi ég það já en ég myndi sættast á að boðað yrði til kosninga í vor.  Ég hef enga trú á því stjórnskipulagi sem við búum við í dag og vildi því að lengra yrði gengið. Við þurfum stjórnskipulag sem býður ekki upp á að vald safnist á of fáar hendur. Vel mætti skipta þjóðstjórn til bráðabirgða.

Það er reyndar ekki rétt hjá þér að maður verði að hafa lausnir. Ef slökkviliðsstjórinn ber eld að húsi þá viltu væntanlega losna við hann úr þeirri stöðu. Það merkir ekki að þú ætlir að taka að þér að halda brunaæfingar eða að þú getir bent á þann hæfasta í starfið.

Eva Hauksdóttir (IP-tala skráð) 8.12.2008 kl. 16:52

26 identicon

Og Ólafur, ég hef ekki sent son minn í eitt eða neitt þótt ég hafi vissulega stutt hans aðgerðir og hann mínar. Synir mínir voru mér hlýðnir sem börn en nú þegar þeir eru fullorðnir eru þeir óhæfum yfirvöldum óhlýðnir. Ég er mjög ánægð með það því oftast er þetta öfugt og fátt er hættulegra en hlýðinn almúgi.

Eva Hauksdóttir (IP-tala skráð) 8.12.2008 kl. 16:57

27 identicon

ja við erum betur sett án þessara ríkisstjórna ef þetta pakk á að sitja i henni áfram
ef svo vildi til að þau næðu að laga þetta ástand þá myndu þau aldrei segja af sér

ragnar (IP-tala skráð) 8.12.2008 kl. 17:45

28 identicon

 "Já allir að mótmæla, bara passa að trufla ekki neinn með því"  Þessi setning frá Woot summerar það mjög vel upp hvernig margir Íslendingar virðast halda að mótmæli eigi að fara fram. Þið hafið kannski ekki séð fréttamyndir frá mótmælum í Frakklandi...? 

Veit þó ekki hvort að þessar aðgerðir séu þær vænlegustu til árangurs... En það er nokkuð ljóst að það þarf að setja einhverja pressu á þetta pakk, ekki bara friðsamleg mótmæli á laugardegi í eina klukkustund í senn, þó að það sé vissulega gott framtak og skref í rétta átt. Það sem þarf er að fólk leggi niður vinnu á virkum degi og fjölmenni niður í bæ. Það er ekki hægt að hunsa það ef hjól atvinnulífsins stöðvast. Eins að hætta að borga af lánum þar til einhverjar hömlur verða settar á þessa verðtryggingu. Og ég er ekki að kaupa þessa afsökun með lífeyrissjóðina þegar sérfræðingar segja að við séum hvort sem er bara að fá brotabrot af höfuðstólnum tilbaka

Það sem ég vil að komi út úr þessum hörmungum er nýtt og betra Ísland, með önnur gildi en þau sem hafa verið í hávegum höfð síðustu ár, en ég hef ekki trú á að það gerist ekki meðan þetta sama lið og keyrði allt í kaf er enn við stjórnvölinn. Sjálfstæðisflokkurinn sérstaklega er gjörspilltur af eftirlæti síðustu ára, sama hvað hefur á dunið þá hefur alltaf í kringum 40% landsmanna kosið flokkinn. Og það er auðvitað recipe for a disaster þegar stjórnmálaflokki er ekki veitt neitt aðhald í formi lægra fylgis þrátt fyrir að verða uppvís að meiriháttar skandölum.

Í sjálfu sér er ekki skrýtið að enginn úr þeim flokki hafi sagt af sér, þeir eru bara að vona að þetta verði eins og alltaf áður, fólk búið að gleyma þegar kemur að næstu kosningum.

Bella (IP-tala skráð) 8.12.2008 kl. 23:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband