Lífið er yndislegt !

Alveg er með ólíkindum hvað manni getur liðið vel eftir vel heppnaða ferð í ræktina, það mætti halda að það væri ekkert að gera hjá manni annað en slæpast en það er öðru nær. Matartíminn var bara vel nýttur og skotist í Worldclass og þaðan var nú allt gott að frétta, alltaf sömu andlitin og alltaf verið að heilsa á báðar hendur. Hló mig máttlausann þegar ég sá í síðustu auglýsingu hjá mér að ég hafði farið algjörlega fram úr mér í auglýsingatexta þegar ég var að lýsa húsi sem ég skoðaði og lýsti því þannig: Fallegt raðhús teiknað af Guðjóni Samúelssyni sem er kjallari hæð og ris ? Sjálfsagt er maður búinn að vera allt of lengi í bransanum þegar að svona gullkorn hnjóta af vörum ? 

Skutlið í skólann er búið í bili þar sem litla barnið mitt fékk bílpróf aðfaranótt laugardagsins síðasta og nú er það aðallega hún sem sér um skutlið og addsk. er skrítið að horfa á eftir henni út í umferðina og ég verð að segja alveg eins og er að mér er nú ekkert sérlega vel við að hún sé komin í þetta brjálæði en eins og ég segi þá er lífið yndislegt engu að síður og vel þess virði að lifa því.

Over and out. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband