Íbúðarlánasjóður tímaskekkja eða hvað

Í morgunblaðinu í dag má lesa grein frá ungliðahreyfingu sjálfstæðisflokksins þar sem fullyrt er að íbúðarlánasjóður sé tímaskekkja og aðeins til þess fallinn að halda niðri vöxtum í þjóðfélaginu. Ég leyfi mér að efast um að hér sé verið að hugsa um hagsmuni heildarinnar heldur að halda uppi merkjum "einkavinavæðingarinnar" Íbúðarlánasjóður hefur verið eina stofnunin sem ekki hefur skert lánveitingar sínar þrátt fyrir mikinn þrýsting frá bönkum og öðrum lánastofnunum.  Allar tilraunir til yfirtöku íbúðarlánasjóðs af þeirra hálfu og þrýsting á að stofnunin verði lögð niður eiga skilyrðislaust að vera stöðvaðar í fæðingu. Hverjum þjónar íbúðarlánasjóður er spurt og að sjálfsögðu er svarið ljóst það er að íbúðarlánasjóður hefur hingað til þjónað öllum landsmönnum þó að sjálfsögðu sé það augljóst að miðað við lánareglur er ungu fólki ekki gert auðvelt fyrir að eignast þak yfir höfuðið. Ekki eru það bankarnir sem hjálpa mikið við þann gjörning í dag. Það er hverjum manni það ljóst sem vita vill að ef bankarnir væru búnir að ná yfirtökum í íbúðarlánasjóði eða búnir að láta leggja hann niður eins og vilji er til þá væri vaxtastig útlána allt annað en það sem við sjáum í dag eða miklu mun hærra. Mitt mat er það að eina leiðin til að hjálpa bæði ungu fólki og ekki síst þeim sem búa á landsbyggðinni sé að styðja við og auka veg íbúðarlánasjóðs sem mest er mögulegt. Ekki er von til að forsætisráðherra vor eða samráðherrar hans í Sjálfstæðisflokknum séu mér sammála en dentid densorg þeir eru kosnir af okkur og ég er ekki þar undanskilinn, en líklega verður breyting þar á miðað við síðustu ummæli þeirra. Að sjálfsögðu má lagfæra ýmislegt í útlánareglum íbúðarlánasjóðs en alls ekki má leggja hann niður í núverandi mynd.

Bjóðum ekki hættunni á yfirtöku bankanna á stofnun allra landsmanna heim heldur rekum íbúðarlánasjóð í því sem næst óbreyttri mynd.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Velkominn á veraldarvefinn elsku frændi. Hlakka til að lesa meira frá þér :)

Ásta Heiða (IP-tala skráð) 17.2.2008 kl. 19:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband