Áróðurinn hefur heldur betur áhrif það er ljóst!

Ég ætla að byrja á því að lýsa því yfir að ég mun ekki ( í fyrsta skipti á minni ævi) kjósa Sjallana en það hvort þeir fengu einhverja styrki frá fyrirtækjum í miðju bullandi góðærinu hefur ekkert með þá ákvörðun að gera og það að þetta mál sé í raun eina málið sem kemst að í fréttum hlýtur að gleðja verklausu stjórnina sem átti að vera verkstjórn en hefur engu þokað nema að koma Davíð frá völdum. Sjónir almennings ættu að vera að beinast að því hve aumlega þeir hafa gengið fram eftir valdatökuna og er það með miklum ólíkindum að ekki sé farið að bóla á neinum alvöru umræðum um baráttumál í komandi kosningum. Það er alveg ótrúlegt að um leið og þetta lið er komið í stólana þá er sami rassinn orðinn undir þessu liði eins og því sem fyrir sat og ég skora á þingmenn okkar að rífa sig upp á rassgatinu og fara að standa við eitthvað það sem lagt var upp með þegar þessi stjórn tók við.
mbl.is Samfylking stærst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Fyndið samt hvernig íslenska þjóðin náði að gleyma vandamálum hennar og fókusera á styrkjaveitingar til flokkanna.  Mögnuð pólítaktík!

Sjallarnir þurfa þetta frí líklegast... en það er nú ekki mikið gott á boðstólnum í staðinn! Eiginlega bara allt vont.  

Freyr (IP-tala skráð) 14.4.2009 kl. 16:23

2 Smámynd: Þórarinn M Friðgeirsson

Freyr ég er þér algjörlega sammála að mínir menn þurfa frí en mér líst illa á það sem í boði er í staðinn hreint bara skelfilega illa og vonandi verða þessir tveir flokkar sem nú stjórna með fulltingi frammaranna ekki einir við völd eftir kosningar en það bendir nú allt til þess.....

Þórarinn M Friðgeirsson, 14.4.2009 kl. 16:36

3 identicon

VIDBJÓDSLEGT ad sjá ad 22% aetla ad greida spillingarflokki atkvaedi sitt.  VIDBJÓDSLEGT!!

Jalli (IP-tala skráð) 14.4.2009 kl. 19:41

4 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Hvaða áróður Þorarinn?...frá innanflokksmönnum eða þjóðinni sem vill aðeins skýrari svör?

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 14.4.2009 kl. 21:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband