Ekki er það nú gæfulegt gengið maður !

enn er haldið í að reyna að púkka upp á handónýta krónudruslu, líklega er enginn úti í heimi sem hefur áhuga á að bjóða okkur að hengja okkur á þeirra gjaldmiðil ? Ekki einu sinni frændur vorir og fyrrum drottnarar lögðu því málefni lið að við mættum teika þeirra krónu. Er einhver sem getur upplýst mig um hvað er svona slæmt við það að lýsa því yfir einhliða að við ætlum að taka upp annan gjaldmiðil ?? Er nema von að maður spyrji sig hvað gerist þegar kúturinn og korkið verður tekið af krónunni ???
mbl.is Krónan veiktist um 2,6%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Púkinn

Hvað er slæmt við það.  Sjáum til... hugsum okkur t.d. að við ákvæðum að taka upp US$ - Ólíkt Evruríkjunum þá gera Bandaríkin ekki athugasemdir við það að önnur ríki taki upp þeirra gjaldmiðil.

Stóra vandamálið er hvaðan þeir dollarar ættu að koma - þá er ég ekki bara að tala um lausafé í umferð, heldur líka allar innistlæður í bönkum o.fl.

Okkur yrðu ekki bara gefnar þessir dollarar, og ekki getum við skipt krónunum okkar fyrir þær (því um leið og ákveðið væri að leggja niður krónuna yrði hún verðlaus).  Nei, Íslendingar yrðu að taka gríðarstórt lán.   Hvað ertu reiðubúinn að skuldsetja barnabörnin þín mikið til að við getum einhliða tekið upp annan gjaldmiðil?

Þetta á ekki við þegar ESB ríkin taka upp Evru ... þá "býr" seðlabanki Evrópu í raun til Evrur og gefur viðkomandi ríki þær í skiptum fyrir (verðlaus) mörk, lírur, franka, peseta o.s.frv.

Púkinn, 16.3.2009 kl. 16:53

2 Smámynd: Fannar frá Rifi

gengið á krónunni er spegil mynd þess efnahagslífs sem við búum við.

ef þú ert ósáttur við það sem þú sérð í speglinum á morgnanna, kaupiru þér þá nýjan spegil? 

Fannar frá Rifi, 16.3.2009 kl. 17:31

3 Smámynd: Þórarinn M Friðgeirsson

Fannar nei ég kaupi ekki nýjan spegil en ráðið reyndar er gott, ég veit ekki hvað á að gera í stöðunni. Ég vil ekki í Esb og þá væntanlega er Evran ekki kostur í stöðunni.  Ekki það að það skipti neinu máli hvað kvótann varðar lengur hann er hvort eð er að verða í eigu bankanna heyrist manni en ég get ekki hugsað mér fleiri Esb reglur en maður spyr sig. Kv. tótinn.

Þórarinn M Friðgeirsson, 16.3.2009 kl. 17:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband