Að sjálfsögðu eru United næstir !!!!!

Það þarf nú reyndar ekki neina mannvitsbrekku til að átta sig á því að næst á dagskrá er að spila við shitunited á Laugardaginn hheheheh . Ég er alveg sannfærður um að ef Liverpool spilar af svipaðri getu og ákefð og í fyrri hálfleik í leiknum í gær þá hef ég engar áhyggjur af þessum leik en ég geri mér fulla grein fyrir því að Rauðnefur og kumpánar muni veita okkur verðugri keppni en þá sem sást í gær. Ég er reyndar líka handviss um að united vinnur Inter í kvöld vonandi verður framlengt og eða það verður vítaspyrnukeppni en maður spyr sig . kv. T'otinn
mbl.is Torres: „United eru næstir!“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Munurinn verður samt sennilega að það verður spiluð smá vörn united megin, eitthvað sem Real gjörsamlega gleymdi.

Til hamingju með sigurinn Liverpool menn.

 kv

Dóri

Dóri (IP-tala skráð) 11.3.2009 kl. 13:29

2 Smámynd: Hjörtur Herbertsson

Til hamingju með sigur þinna manna í gær Tóti. Ég sá ekki leikinn í gær, en miðað við það sem ég hef lesið um hann, þá er ég ansi hræddur um að þínir menn fái meiri mótspyrnu heldur en í gær. Svo vitum við það báðir, að þínir menn eru bara nánast allt annað lið í Evrópuleikjum heldur en deildini. Auðvitað reyni þið að gera allt til að sigra á laugardaginn, því tap þýðir að þá er spilið búið, hvað varðar enska titilinn. Hef þá tilfynningu að þetta verði jafntefli. Góðar stundir.

Hjörtur Herbertsson, 11.3.2009 kl. 14:12

3 identicon

Fernando á auðvitað við að næst á dagskrá sé að sýna Manchester United að Liverpool séu betri.

Elvar (IP-tala skráð) 11.3.2009 kl. 14:15

4 identicon

Alltaf flottastir og bestir púllarar,allavega í gærkvöldi þvílíkt aungakomfekt á aðhorfa.Svo með laugardagsleikinn þá held ég sé best fyrir stuðningsmenn beggja liðana að spara stóru orðin fyrirfram, bæði þessi lið spila snilldar bolta,en sem sannur púllari er ég að sjálfsögðu sammála Þórarni,við púllarar þurfum ekki að hafa áhyggjur ef okkar menn spila á sömu nótum og í gær,en gleymum ekki að Man Unt er betra lið en Real M.

Ólöf Björnsdóttir (IP-tala skráð) 11.3.2009 kl. 14:54

5 Smámynd: Þórarinn M Friðgeirsson

Takk fyrir hamingjuóskir og sömuleiðis sendi ég þær til þeirra sem vilja. Ég veit Elvar hvað hann átti við en ég er með smá grín í gangi. Ég held og það er bara svona smátilfinning að nú sé eitthvað hungur að smella inn hjá mínum mönnum en það liggur fyrir að leikurinn á Laugardaginn verður allt annars eðlis en það sem sást í gærkvöldi. Varðandi vítaspyrnudóminn þá sá maður það að sjálfsögðu vel í hægri endursýningu en gamli Uníted hundurinn átti ekkert að vera að veifa út hendinni eins og áttaviltur nefapi ??? Liverpool gjörsamlega réði þessum leik frá A-Ö og nú er bara að vona að ekki hafi slökknað á þeim við þetta. kv.

Þórarinn M Friðgeirsson, 11.3.2009 kl. 15:46

6 identicon

Það er ansi langt síðan Benni og Spanjólarnir hafa unnið tvo leiki í röð. Það er allt í lagi fyrir Torres litla að sperra stél, en á OLd Trafford bíð hans leikmenn af allt öðru calíberi en sofandi og áhugalausir samlandar hans frá Madrid. Það bókar enginn með réttur ráði fyrirfram sigur á heimaliðinu á Old Trafford. Þetta veit Benni karlinn og sparar  því stóru orðin. Svo spyrjum við að leikslokum, eins og Sir Alex sagði! Það er full ástæða fyrir Lifrarpolls menn að gleðjast yfir leiknum í gær. Svona dauðyfli rekur ekki á fjörur þeirra á hverjum degi, þetta var þeirra dagur, en það er erfið braut framundan í úrslitaleikinn ef þeir ná svo langt, og hvernig fór síðast fyrir þeim þegar þangað kom? Ætli menn vilji yfir höfuð ræða það? Óminnishegrinn svífur þá yfir vötnum gleymskunnar, ef ég þekki þá rétt!!!

Stefán Lárus Pálsson (IP-tala skráð) 11.3.2009 kl. 15:46

7 Smámynd: Páll Geir Bjarnason

Það að það sé langt síðan Liverpool vann tvo leiki í röð gerir í raun ekkert annað en að varpa ljósi á þá staðreynd að það styttist í að það gerist. Væntanlega gerist það hreinlega á laugardaginn. Ansi hræddur um að það dugi þó ekki til, forskot kellinganna frá Gamla Trafford er fullmikið.

Páll Geir Bjarnason, 11.3.2009 kl. 23:21

8 Smámynd: Hjörtur Herbertsson

Nú get ég ekki verið sammála þér Tóti, þegar þú segir að gamli Utd hundurinn hafi veifað út hendinni, ekki sýndist mér það, og svo fékk hann boltann í öxlina. Svo að lokum, þá reyndu þínir menn ekki svo lítið að fá gamla Utd hundinn í sínar raðir.

Hjörtur Herbertsson, 12.3.2009 kl. 12:16

9 Smámynd: Þórarinn M Friðgeirsson

Hjertur menn ég hefði alveg viljað fá þennan snilla í okkar raðir en Rauðnefur veldi ekki selja hann til leverpool en ég er þér sammála að þegar atvikið þegar vítaspyrnan var dæmd var skoðað hægt þá var þetta ekki víti en við verðum að vorkenn dómaranum og línuverðinum þeir fá ekki að sjá þetta hægt. Nú er bara að gíra sig upp í leik ársins jíbbý jei eins og paparnir eru að syngja svona vel í útvarpinu í dag...

Þórarinn M Friðgeirsson, 12.3.2009 kl. 17:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband