26.2.2009 | 21:41
Sinnaskipti Steingríms eru ótrúleg ?
Er þetta virkilega maðurinn sem stóð í ræðustólum alþingis og skammaðist og reifst við allt og alla um að ekki skyldi hlýtt afarkostum IMF og við ættum að neita að taka við þessari ölmusu og ef ekki ætti allt að fara til andskotans yrði hið snarasta að lækka stýrivexti ???? Sá sami Steingrímur segir nú ekkert svigrúm fyrir vaxtalækkun þótt allt sé farið til helvítis,fyrirtæki landsins mörg hver eru ekki starfhæf sökum fjárskorts, bankarnir taka engar ákvarðanir aðrar en að leysa til sín fyrirtækin hvert af öðru, bílafjármögnunarfyrirtækin hreinlega "stela" eignum "óreiðumanna" sem ekki hafa getað staðið í skilum af því þeir hafa enga atvinnu. Já fljótt skipast veður í lofti. Þetta er sami Steingrímur sem ætlar að slá "skjaldborg um heimilin" sem að sjálfsögðu eru innantóm orð eins og annað. Þessi sami Steingrímur ætlar örugglega að fá brautargengi i kosningunum til að geta haldið áfram að draga úr öllu sem hann hefur sagt hingað til ?? Ég segi bara það verður sami rassinn undir honum eins og öllum öðrum þegar þeir komast til valda ekki kem ég til með að kjósa í næstu kosningum miðað við það sem á undan er gengið en maður spyr sig ??
Góðir fundir með IMF | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Akkúrat.
Sólveig Þóra Jónsdóttir, 26.2.2009 kl. 21:44
Ég er bara algjörlega hættur að skilja stjórnmál ;gjörsamlega.
Þórarinn M Friðgeirsson, 26.2.2009 kl. 21:48
Steingrímur á bara að vera í stjórnarandstöðu, rífandi kjaft og á móti öllu. Guð hjálpi okkur ef þessi stjórn verður áfram eftir kosningar, þá er eins gott að fara að huga að starfi erlendis.
Gísli Már Marinósson, 26.2.2009 kl. 21:54
Vinstri menn hafa alltaf gjammað meira en innistæða hefur verið fyrir. Þetta hefur sérstaklega verið trademark hjá Steingrími J.
Ingólfur Þór Guðmundsson, 26.2.2009 kl. 22:07
Vinstrimenn og sérstaklega VG hafa logið að þjóðinni alla tíð
Gunnar Th. Gunnarsson, 26.2.2009 kl. 22:39
Þetta á ekki að koma neinum á óvart, síður en svo. Við hverju er verið að búast? Gamalt máltæki: Það bylur hæst í tómri tunnu.
Kannski á það við um hr. Conhead og grákollu hver veit.
Kjartan Tryggvason (IP-tala skráð) 26.2.2009 kl. 22:52
Flest get ég tekeið undir sem fram kemur hér á undan - þó með þeirri undantekningu að ég mun veita XD atkvæði mitt. Það er búið að sýna sig að allt sem var verið að gera í fyrri stjórn til þess að lágmarka skaðann var rétt - dósaberjarastjórnin var sett á laggirnar í þeim eina tilgangi að koma gömlum andstæðingi Ingibjargar úr bankanum - það er orðin dýr hefnigirni.
Stefna VG = Nýju fötin keisarans - tal ekkert efni - þannig hefur það verið frá stofnun þeirra - SJS - dýrasti trúður Íslandssögunnar.
Ólafur I Hrólfsson
Ólafur I Hrólfsson (IP-tala skráð) 26.2.2009 kl. 22:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.