Leggja niður lífeyrisbullið strax og þjóðnýta þá !

Hvernig dettur mönnum í hug að annað hefði komið frá manni sem er talsmaður fjárgæslumanna þessa risafjármagns sem hafa nánast stundað sjálftöku á launum fyrir að stjórna sjóðunum sem eru allt of margir hvort eð er. Ekki má hrófla við verðbólgunni þar sem það skerðir stöðu lifeyrisþega. Það á að leggja niður lífeyrissjóði í núverandi mynd, þjóðnýta samtryggingarhluta hans sem hvort eð er fer í hítina við að reka lífeyrissjóðina, bjóða séreignarsparnaðareigendum að leggja sinn hluta í banka með eðlilegri ávöxtun og byrja uppá nýtt að greiða í einn lífeyrissjóð með einni yfirstjórn sem fengi hluta af þeim lífeyrissjóði sem til er í dag til að greiða þeim sem ekkert annað hafa og ríkið gæti notað restina af peningunum en hvað veit ég svo sem en þetta er mín skoðun. Maður spyr sig.
mbl.is Vara við útgreiðslu viðbótarsparnaðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég vil benda þér á að íslenska lífeyriskerfið er eitt það besta í heimi.  Ef við færum að þjóðnýta kerfið núna þá yrðu börnin okkar og barnabörnin alltaf að borga fyrir þá kynslóð sem er á gamals aldri.  Séreginarsparnaðurinn yrði líka gjaldfelldur- það sem við eigum í raun og veru núna mætti lækka um tugiprósenta af því að við værum að innleysa alltof snemma sparnaðinn.

Guðrún (IP-tala skráð) 9.2.2009 kl. 15:20

2 identicon

Alveg gríðarlega gott kerfi... Sérstaklega fyrir þá sem telja aurana en afar óhentugt fyrir þá sem þurfa að borga í þennan mafíusjóð.

Svavar Friðriksson (IP-tala skráð) 9.2.2009 kl. 15:56

3 Smámynd: Magnús Sigurðsson

"íslenska lífeyriskerfið er eitt það besta í heimi" "er eitthvað svo 2007".  Það er hreinn þjófnaður að skikka fólk til að greiða í þessa hít eins og staðan er í dag og hefur reyndar alltaf verið.

Magnús Sigurðsson, 9.2.2009 kl. 16:31

4 identicon

Það er rétt hjá Guðrúnu að Íslenska lífeyriskerfið sé eitt það fullkomnasta í heimi, aftur á móti eru það íslensku lífeyrissjóðirnir sjálfir og sérstaklega þeir sem bankarnir hafa rekið, sem hafa klikkað.

Axel (IP-tala skráð) 9.2.2009 kl. 18:41

5 identicon

USA Social Security sjóður eins og þú ert að agítera fyrir er ekki ósvipaður Lífeyrissjóði austurlands, allir þeir bandaríkjamenn sem greiða í hann í dag vita að þeir fá aldrei út úr honum.  Kerfið hérna heima hefur reynst flestum vel, og þau kerfi sem ég hef kynnst erlendis standa enga vegin samanburð.  Gegnumstreymis hugmyndin ber feigðina með sér, því eldri sem sjóðurinn verður, því eldri verða lífeyrisþegarnir, því þyngri verður hann á yngra fólkinu sem gerir sér grein fyrir því að það sjálft fær aldrei borgað út úr sjónum sem það fer að borga í eftir 20-40 ár. 

Verðtryggingin er ekki komin til vegna lífeyrissjóðanna. Hún er til komin vegna krónunnar,hún er notuð m.a. til að verja sjóðina fyrir krónunni.  Krónan hefur reynst Íslendingum vel í að fyrra sig afleiðingum eigin afglapa í efnahagsmálum og ýta á undan sér í stað þess að takast á við leggja fyrir þegar efnahagurinn er er sterkur, til þess að nýta þegar við erum í öldu dal eins og núna.  Lærum af gamla fólkinu, það myndi aldrei hegða sér eins og íslendingar hafa gert síðustu 30 árin, það myndi spara til hörðu áranna. 

Bjorn Jonasson (IP-tala skráð) 9.2.2009 kl. 23:26

6 Smámynd: Ragnar Þór Ingólfsson

Séreignin sem eru undanþegin aðfararlögum og gefur 50% ávöxtun frá fyrsta degi með mótframlagi verður aldrei betri sparnaður en þeir sem braska með hann. Eins og komið hefur í ljós í kjölfar hrunsins hafa þessir sjóðir eins og samvinnutryggingasjóðurinn verið látnir brenna inni með vafasöm bréf og eignir á meðan elítan losaði sitt. Skatturinn 37.5% sem við fáum svo lánaðan til ávöxtunar gæti hæglega orðið 50% þegar við leysum hann út. Ekki er allt gull sem glóir.

lífeyrissjóðirnir hafa Í gegnum árin verið í höndum fárra sem öllu ráða. Það er óþolandi að hafa ekki einhvern ákvörðunar rétt yfir því hvað braskað er með ævisparnað okkar. Hvað hafa t.d. Samtök atvinnulífsins að gera með ráðandi hlut yfir flestum þessum sjóðum sem eiga að tryggja okkur áhyggjulaust ævikvöld.

hef bloggað stíft um þessi mál og nú síðast um griðarlegan rekstrakostnað þessara sjóða.

kveðja Ragnar

Ragnar Þór Ingólfsson, 10.2.2009 kl. 00:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband