23.1.2009 | 14:30
Mótmælendur til mikillar fyrirmyndar og eiga heiður skilið.
Ég verð að segja það að mótmælendur þeir sem voru við Valhöll eiga heiður skilið fyrir framkomu sína þegar þeim var ljóst að tíðindin voru það alvarleg að ekki var við hæfi að halda þessum aðgerðum áfram. Þarna eins og þegar útförin í Dómkirkjunni held ég í fyrradag kom það berlega í ljós að mótmælendur eru upp til hópa gott fólk með góðann málstað. Ég get ekki að því gert að þetta fannst mér drengskaparbragð hið besta. kv.
Sjálfstæðismenn í sjokki | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Mér fannst nú samt að mótmælendur hafi ekkert erindi átt upp í valhöll.
Málstaðurinn góður segirðu..... ég veit bara að þeir vilja ríkisstjórnina burt. það er klárlega í andstöðu við þjóðarhag eins og málum er háttað nú um stundir.
Nafnlaus (IP-tala skráð) 23.1.2009 kl. 14:34
Fyrirgefðu nafnlaus en ég held að þrátt fyrir að við getum verið sammála um að mótmælin hafi gengið út í öfgar að einhverju leiti þá höfum við engan rétt til að segja þeim hvar þeir eiga að vera og jú ég hefði betur sagt , góðan málstað að eigin mati.... þar sem ég er ekki fullkomlega sammála öllu því sem sagt hefur verið eða gert. kv.
Þórarinn M Friðgeirsson, 23.1.2009 kl. 14:43
Mótmælendur hafa sýnt ótrúlega stillingu og drengskap, við Valhöll og útförina í Dómkirkjunni, eins og þú nefnir, en einnig með því að slá skjaldborg um lögregluna þegar ofbeldisseggir hentu grjóti. Þeir ofbeldis- og afbrotamenn sem hafa verið að notfæra sér mótmælin til að ráðast á lögregluna eiga auðvitað heima á bak við lás og slá.
Svartagall, 23.1.2009 kl. 14:53
sæl tóti mótmælendur eru fólk og gott fólk þeir sýndu það í dag og eins fyrir framan dómkirkjuna en það slæðast með vandræða fólk með það fylkir þessum mótmælum
Ólafur Th Skúlason, 23.1.2009 kl. 14:54
Jú ég hef einmitt haft hug á því að fara og taka þátt í því að slá skjaldborg um alþingishúsið og lögregluna en ekki hætt mér í þessa rugludalla(sem leynst hafa innanum), ég er fyrir löngu búinn að týna í mér áhættufíklinum sem vílaði ekki fyrir sér að fætast aðeins á böllum í gamla daga og þetta fólk á allt það hrós skilið sem það fær en nú held ég að réttast væri að fara að finna hentuga kandidata í framboð í vor.. Fólk sem hefur lausnir og ráð. ekki bara góðan talanda..
Þórarinn M Friðgeirsson, 23.1.2009 kl. 15:03
Þrátt fyrir þá sjálfstjórn og virðingu fyrir mannslífi, heilsu andstæðinga og látnum sem mótmælendur hafa sýnt undanfarna daga er samt til fólk, yfirleitt fólk sem hefur ekki sjálft verið á staðnum, sem kallar mótmælendur stjórnlausan skríl og þaðan af verri nöfnum. Þeir sem þannig tala haga sér jafnilla og RÚV sem setur sig ekki úr færi að lítillækka mótmælendur með því að tala alltaf um þá sem ungmenni og unglinga í neikvæðri merkingu sem virðist skipulögð aðför að mótmælendum samkvæmt skipunum "að ofan". Útvarpsstjóra-spillingar-sjálftöku fíflið Páll Magnússon og yfirmenn fréttastofunnar eru sekir um alvarlegar fréttafalsanir og hlutdrægni í öllum sínum frásögnum af mótmælunum ...því miður. Og svo þegar vantar pening er þetta "útvarp allra landsmanna", sveiattan!
corvus corax, 23.1.2009 kl. 15:09
Þú verður corvus að viðurkenna það að sumir af þessum mótmælendum hafa ekki verið til fyrimyndar og það eru þessi fáu skemmdu epli sem virðast fanga huga og sjón fréttamiðla hvers nafni sem þeir nefnast en nú kannski förum við að sjá betri mótmælatíð en maður spyr sig.....
Þórarinn M Friðgeirsson, 23.1.2009 kl. 15:15
Er þetta ekki eins og á hverju öðru balli? 97% fyrirmyndar fólk og svo hinir?
Víðir Benediktsson, 23.1.2009 kl. 15:36
Jú ég segi nú Viðir kannski ekki að þessi 97 % á ballinu séu kórdrengir/stúlkur en svona allt að því miðað við hin 3 % en eins og þú veist þá er þetta líka spurning um að láta bera á sér svo þú komist heim með sætustu stelpunni á ballinu svo notuð séu orð forsætisráðherra en maður spyr sig...
Þórarinn M Friðgeirsson, 23.1.2009 kl. 15:54
Stjórnin á að fara frá strax.
Geir er vanhæfur og nú kemur í ljós að hann er veikur.
Veikt og vanhæft fólk á ekki að sitja í ríkisstjórn.
Jón (IP-tala skráð) 23.1.2009 kl. 17:34
Jón það er óþarfi að koma með svona og vísa svo beint á kjósa.is er ekki verið að leggja í kosningar, ertu einn af vinstri hægri snú ungliðunum ??? reyndu þá að koma fram undir réttu nafni...
Þórarinn M Friðgeirsson, 23.1.2009 kl. 18:26
Nafnlaus - tek undir með þér - -Annað - Valhöll er eign Sjálfstæðisflokksins - Hvað ætli Hallgrímur með sína visnu hönd segði ef honum væri meinað að hafa gagn af eigum sínum? Ha - ekki með læti meðan á útför stóð ??? Má ekki eins segja um ofbeldismann sem lemur konuna sína - hann var nú góður - barði hana sama og ekkert á meðan hún fæddi barnið - ég get ómögulega hrópað húrra fyrir þessum öfugsnúna gaulara sem virðist halda að unnt sé að efna til ksninga eftir nokkra daga. Slíkt tekur margar vikur - við búum við lýðræði okkar en ekki skrílræði gaularans sem vill komast bakdyramegin inn á þing.
Ólafur I Hrólfsson
Ólafur Ingi Hrólfsson, 23.1.2009 kl. 23:05
Nafnlaus...það eina sem er í klárlegri andstöðu við þjóðarhag er að hafa áfram sama fólkið í öllum valdastöðum sem var við stjórnvölinn þegar allt fór til fjandans. Hvernig fólk getur einu sinni sagt svona hlut skil ég ekki. Það kaupir enginn heilvita maður þetta kjaftæði í Sjálfstæðismönnum um það að ef skipt er um stjórn þá klúðrist öll þessi "góðu" verk sem þeir eru með í gangi. Til að byrja með þá eru þau ansi fá, ef engin, og það kemur alltaf maður í manns stað. Þeir sem axla ábyrgð og segja af sér á viðeigandi tímapunkti öðlast virðingu hjá mér og held ég flestum borgurum landsins..það er því miður orðið of seint fyrir það hjá þeim sem taki það til sín...
Magnús Jón Aðalsteinsson (IP-tala skráð) 23.1.2009 kl. 23:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.