23.1.2009 | 12:59
Góðan bata Geir - hverju ætlar fólk nú að mótmæla ?
Slæmar eru fréttirnar af forystumönnum ríkisstjórnarinnar! Getur verið að þetta verði til að lægja öldur óánægðra ? Kosið í Maí og ef mótmælin eru raunverulega til að koma stjórninni frá þá liggur það fyrir að þeim verður hætt er það ekki rétt skilið hjá mér ??? Helv. er ég hræddur um að vatnið á millu ofbeldismanna innan mótmælenda sé nú runnið til sjávar. Jú það er enn hægt að mótmæla Davíð, FME IMF eða hvað þetta heitir allt saman. ER EKKI RÁÐ AÐ LEGGJA NÚ NIÐUR MÓTMÆLIN OG SNÚA SÉR AÐ ÞVÍ AÐ FINNA FÓLK TIL AÐ BJÓÐA FRAM........Maður spyr sig kv. Tótinn
Geir: Kosið í maí | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Auðvitað á að mótmæla áfram. Fólk vill stjórnir Fjármálaeftirlits og Seðlabanka burt!
Sandari á ekki að spyrja svona :-)
Benedikt Reynisson (IP-tala skráð) 23.1.2009 kl. 13:04
auðvitað ætlar byltingarliðið að halda áfram. lýðræðið er ekki markmið hjá þeim sem beita ofbeldi.
Fannar frá Rifi, 23.1.2009 kl. 13:07
Já mótmælendurnir vilja ekki lýðræði.
Þeir vilja enga stjórn, þeir vilja bara stjórnleysi.
Allavega öfgamótmælendurnir. En skulum ekki setja alla mótmælendur í sama hatt.
Guðbjartur Þorvarðarson (IP-tala skráð) 23.1.2009 kl. 13:10
Mótmælin halda áfram þar til stjórnin hefur slitið samstarfinu og mynduð verður neyðarstjórn/utanþingflokkastjórn/þjóðstjórn fram að kosningum - afhverju ættu veikindi umboðslausra stjórnmálamanna að lægja mótmælaöldur? Maður spyr sig! Afhverju er land sem er farið á hausinn leitt áfram af veiku fólki? Maður spyr sig! Afhverju halda sumir, að þó að fasistarnir hafi fattað pínulítið hvað fólkið vill og boðað til kosninga, að kröfur fólksins séu allar í höfn? Maður spyr sig!
Þórir (IP-tala skráð) 23.1.2009 kl. 13:13
Loksins tókstu rétta ákvörðun Geir..........!
Það eina af viti sem þú hefur gert hingað til, en ég er elveg viss um að þetta illkynja æxli er einungis til að bjarga andlitinu, að það sé ástæðan fyrir því að Geir sé að hætta er ég ekki alveg að kaupa.
Hann þurfti einhverja afsökun til að stíga loks niður og viðurkenna að hann sé sigraður af meirihluta landsmanna.
Ekkert er aumingjalegra en aðili sem er búinn að skít tapa og segir svo, " sko ég hefði alveg unnið hlaupið ef ég hefði verið í Nike skóm en ekki Púma" lousy excuse.....
Geir þú tapaðir vertu maður til að viðurkenna það og reyndu að stíga niður með smá karlmensku og viðurkenna þín mistök.
Ég vona að þú komir aldrei aftur nálægt stjórnvöldum, eyðileggingarslóð þín er alveg nógu löng að þessu sinni..
Thank you (do NOT) come again...
Heiða (IP-tala skráð) 23.1.2009 kl. 13:15
Ég eins og fleiri vill fá fleiri breytingar en það er að mínu mati alveg ljóst að um leið og búið er að ná fram breyttri skipan stjórnarinnar skipist rétt þar inn mun verða tekið hressilega til í stjórnkerfinu öllu. Benedikt Sandarar eru einmitt þekktir fyrir að spyrja sig að hlutunum. Guðbjartur ég set ekki alla mótmælendur undir sama hatt eins og þú hefur séð á bullinu mínu hér á bloginu og Fannar ég er skíthræddur um að þessir atvinnumótmælendur (lítill hluti mótmælendanna)og skríllinn sem hefur það eitt að markmiði að lemja, sparka og meiða einhverja láti ekki stoppa sig. Nú er tími til að stokka uppá nýtt en helvíti er ég smeykur um að þetta verði til þess að kreppan verði dýpri og lengri en ella mátti eiga von á en maður spyr sig. kv. Tótinn
Þórarinn M Friðgeirsson, 23.1.2009 kl. 13:17
Ég get ekki orða bundist Heiða þetta er nú með því lágkúrulegasta sem ég hef séð og ég þekki svona mál af eigin raun, ætli þú myndir tala svona ef þú hefðir horft uppá ættingja þér nákominn kveljast í langan tíma og látast síðan langt fyrir aldur fram eins og ég og margir sem ég þekki útaf samskonar meini þú ættir að skammast þín að láta svona út úr þér og eins og sagt var einu sinni þú átt skilið flengingu dóninn þinn.
Þórarinn M Friðgeirsson, 23.1.2009 kl. 13:20
Ég hefði viljað losna við Geir fyrr, en með öðrum hætti og á annarri forsendu. Veikindi hans eru alvarleg og verða ekki höfð að flími, heldur skal honum óskað velfarnaðar í sinni erfiðu baráttu við vágest. Hins vegar óttast ég framhaldið. Við vitum að það hlýtur að verða vinstri sveifla í kosningunum. Í Seðlabankanum situr maður, sem veit að stöðu hans verður hætta búin þegar Geir stígur niður. Hann hefur hótað endurkomu í stjórnmálin. Skyldi Davíð breyta sér í afturgöngu? Það væri honum líkt, en því líkur hryllingur...
sleggjudómarinn (IP-tala skráð) 23.1.2009 kl. 13:25
Já þórir maður spyr sig?
Afhverju segjast mótmælendur ætla hætta að mótmæla þegar að boðað verði til kosninga?
Afhverju ætla mótmælendur ekki að standa við þessi orð?
Eru mótmælendur þá ekki búinir að missa sitt vægi?
Það er ekki bara hægt að henda öllu burt og kjósa einn tveir og strax
Hverskonar djöfulsins vitleysingar búa eiginlega í þessu landi? Er fólk gjörsamlega búið tapa vitinu.
Og þú þarna Heiða. Ef það er til Guð, þá vona ég að hann fyrigefi þér orð þín, allavega geri ég það ekki.
Og nota bene: Þá eru sandarar þekktir fyrir að hugsa (nota vitið) enda flestir sjálfstæðismenn hehehe :D
Guðbjartur Þorvarðarson (IP-tala skráð) 23.1.2009 kl. 13:39
Fróðlegt að sjá hverjir halda áfram að mótmæla núna. Í mínum huga er það fólk sem svo gerir bara rusl. Enda búið að samþykkja það sem fólk bað um, kosningar. Nú verður það 101 pakkið og VG sem mótmæla, tilgangur þess fólks er aldrei að knýja eitthvað fram heldur að valda glunduroða og skemmdum
Baldur (IP-tala skráð) 23.1.2009 kl. 13:40
Hvernig getur fólk látið svona útúr sér eins og Heiða gerir. Á svona stundum skammast maður sín fyrir þennan lýð. Þessi lýður, eins og Heiða, agnarsmár öfgahópur, skemmir meira fyrir mótmælendum en ekki. Þetta er lágkúruleg og skammarleg framkoma Heiða. Ég óska þér ekki svo ills að þetta komi fyrir þig. Þú átt þó ekkert gott skilið eftir svona skrif.
Magnús (IP-tala skráð) 23.1.2009 kl. 13:41
Skil það ekki Guðbjartur, að þú hafir endað sem sjálfstæðismaður alinn upp á slóðum Skúla Al sem er nú þekktur fyrir allt annað en að vera sjálfstæðismaður, ég tók sjálfstæðistrúna við að flytja frá Sandinum enda vann ég hjá Skúla lengi vel. Trúin hefur aðeins verið að veikjast síðustu misserin og ég er kominn á þá skoðun að það verði að breyta einhverju og Davíð mitt fyrrverandi Idol ætti að fara að stíga niður og fagleg ráðning í Seðlabankann sé frumskilyrði en það er allt önnur Ella.... kv.
Þórarinn M Friðgeirsson, 23.1.2009 kl. 13:44
Það verður fróðlegt að sjá hverjir halda áfram að mótmæla núna! Það er engu að mótmæla. Þetta hyski er að sína sitt rétta andlit núna og það mun sjást næstu daga og vikur. Það verða engar þúsundir að mótmæla enda búið að knýja fram kosningar, heldur kommarnir og hitt 101 pakkið, sem enginn tekur mark á.
Baldur (IP-tala skráð) 23.1.2009 kl. 14:24
Guðbjartur, kosningar og stjórnin frá. Annað er komið, hitt ekki. Af hverju fáum við ekki þjóðstjórn sem hefur vit á hlutunum? Hvað finnst þér annars um að stjórnir FME og Seðlabankans sitji sem fastast? Ef Geir segist ætla í það mál núna strax, skal ég ekki segja orð meir.
Villi Asgeirsson, 23.1.2009 kl. 14:41
Eins og fleiri get ég ekki orða bundist;
Að Heiða skuli leifa sér að hrinda orðum um aumingjaskap af penna sínum er ein sú mesta hræsni sem mig rekur minni til.
Fyrir mér er hámarki hans einmitt náð þegar sparkað er í menn á meðan þeir liggja eins og hún gerir hér með svo óforskömmuðum og ógeðfeldum hætti.
Svei þér Heiða - ef þetta lýsir því hver þú ert þá er það von mín að þú fáir aldrei tækifæri til þess að vera fyrirmynd eða setja nokkrum fordæmi.
Mýra (IP-tala skráð) 23.1.2009 kl. 15:27
Mýra í minni sveit hefði svona lagað kallað á rasskell fyrir óþekktarskap og að ég tala ekki um óþverraskap eða jafnvel eitthvað þaðan af verra en ég trúi því að henni hljóti að hafa verið ljóst að eitthvað í orðum hennar var ekki rétt en ef þetta er hennar skoðun þá þarf hún að eiga það við sína samvisku... kv.
Þórarinn M Friðgeirsson, 23.1.2009 kl. 18:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.