22.1.2009 | 11:17
Margt hefur verið gert - en megum við fá að vita það kæri Geir !
Ég er á því að jú það hefur örugglega eitthvað verið gert ??? Ég veit að bankarnir eru opnir og jú það er búið að taka fullt af peningum að láni sem má ekki nota. Það er búið að reka fullt af þeim sem bera ábyrgðina og handtaka fullt af útrásarvíkingum, nei það er víst ekkert búið að gera í því. Ég vil bara fá að vita hvað sé í gangi: Á að reyna að leggja einhverja peninga í fyrirtæki landsins ? Á að reyna að vinna bug á atvinnuleysinu með einhverri innspýtingu frá ríkinu? Á einhver að taka pokann sinn ? Er ALVÖRURANNSÓKN í gangi á því hvort stórar fjárhæðir hafi verið færðar á reikning hinna útvöldu eða er um eitthvað yfirklór að ræða ? Á að lækka stýrivexti ? Á að reyna að tryggja það að þorri landsmanna sem virðast vera að missa heimili sín hafi tök á að halda þeim? Á að tryggja það með einhverjum hætti að þegnar landsins verði ekki bundnir í skuldaklafa alla sína ævi fyrir skuldum sem þeir stofnuðu ekki til . Þessar og fjölmargar aðrar spurningar dynja á okkur þessa dagana og það væri ágætt ef einhver myndi nú upplýsa stöðuna ??? Maður spyr sig . Tótinn
Margvíslegar aðgerðir stjórnvalda | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Afhverju heldurðu að þeir hafi hætt við að kæra breta ?
Einfaldlega vegna þess að þeir vita uppásig sökina! Reyna svo að segja almenningi að það sé svo dýrt að fara í mál og blablabla...
Arnar Geir Kárason (IP-tala skráð) 22.1.2009 kl. 11:24
Svo sannarlega Arnar er maður farinn að spyrja sig oftar og oftar hvað veit Davíð sem enginn annar veit um ástandið.
Þórarinn M Friðgeirsson, 22.1.2009 kl. 11:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.