20.1.2009 | 12:29
Það hefur semsagt komið í ljós að það hafi ekkert komið í ljós !!!
Þá hafa lögin verið hreint arfavitlaus. Allt var þetta gert til að halda uppi verði hlutabréfanna svo hægt væri að selja hinum venjulega fjárfesti sem var að fjárfesta fyrir "eigið sparifé" ekki með lánum frá bönkunum og loforði um endurgreiðslu ávinningsins áður en viðskiptin fóru fram. Er ég einn um þá skoðun að finnast skítalykt af þessu ?? maður spyr sig.
Sigurður segir engin lög hafa verið brotin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Það má líka spyrja sig hvort þetta sé ekki allt saman rangur misskilningur sem óbærilegt er fyrir Sigurð að sitja undir. Hann lagði nótt við dag að bjarga bankanum. Það vill svo einkennilega til, að eftir þetta fórnfúsa björgunarstarf tapar hann öllu hlutabréfasafninu í bankanum, en almenningur í mesta lagi aleigunni sem var hvort sem er ekki beysin.
Magnús Sigurðsson, 20.1.2009 kl. 12:49
Jú þetta er líklegast allt einn stór misskilningur í anda Georgs Bjarnfreðarsonar og eymingja Sigurður Einarsson skilur ekkert í þessu. Honum er vorkunn kallanganum, hann getur ekki klárað höllina sína í borgarfirðinum. Maður spyr sig.....
Þórarinn M Friðgeirsson, 20.1.2009 kl. 12:59
Nei Þórarinn þú ekki einn um það að finna skítalykt. Smátt og smátt kemur í ljós hversu galið hið "séríslenska" bankaæfintýri var. Þeir höfðu okkur að fíflum.
Jens Pétur Jensen, 20.1.2009 kl. 13:10
Verðið þið ekki bara að efna til samskota þarna í nágrenninu, svo kofinn standi ekki hálfkláraður öllum til tjóns.
Magnús Sigurðsson, 20.1.2009 kl. 13:46
Ég sé nú reyndar ekki "kofann" hans úr sumaróðali fjölskyldunnar í sveitinni en jú það gæti verið að ein eða tvær krónur gætu runnið ur mínum vasa en það verður ekki meira en það......
Þórarinn M Friðgeirsson, 20.1.2009 kl. 13:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.