Liverpool vann Everton í gærkvöldi 4-0 og er komið á toppinn aftur !

Einn leikur fór fram í ensku úrvalsdeildinni í gærkvöld og áttust þar við liðin frá bítlaborginni og erkifjendurnir Liverpool og Everton. Staða liðanna í deildinni er býsna ólík og þannig áttu Liverpoolmenn möguleika á því að endurheimta toppsætið í deildinni með sigri en tap hefði þýtt að Manchester United hefði haldið toppsætinu með leik til góða þar að auki. Everton hefði aftur á móti með sigri styrkt stöðu sína í sjötta sætinu. Það er skemmst frá því að segja að leikurinn varð aldrei sú skemmtun sem von var á því Liverpool tók strax öll völd á vellinum studdir áfram af sínum frábæru áhorfendum og eftir 20 mínutna leik var staðan orðin 2-0 og í hálfleik höfðu þeir rauðu bætt við einu marki og voru þar að auki einum fleiri eftir að Tim Howard var vikið af leikvelli rétt fyrir hálfleik fyrir að brjóta á Steven Gerrard sem var kominn einn innfyrir vörnina, víti var dæmt og skoraði Gerrard úr vítinu sitt annað mark í leiknum eftir að Torress hafði komið Liverpool í 1-0 strax á fjórðu mín. leiksins. Eitt mark var síðan skorað í fjörugum seinni hálfleik og var það Lúkas Leiva sem skoraði það með sinni fyrstu snertingu eftir að Gerrard hafði fengið heiðursskiptingu á lokamínutu venjulegs leiktíma. Everton voru reyndar mun meira með boltann í seinni hálfleik án þess að skapa sér nein alvöru færi. ZZZZZZZZZZZZZ.   Ó mig auman ég vaknaði í morgun brosandi út að eyrum því þetta var það sem mig dreymdi í nótt og nú er ég sannfærður um að leikurinn í kvöld verður bara formsatriði og ég er að spá í að tippa á úrslitin. Góða skemmtun........ kv. Tótinn

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eggert Hjelm Herbertsson

Stórkostlegat að hafa Nostradamus með sér í liði :)

Eggert Hjelm Herbertsson, 19.1.2009 kl. 12:22

2 Smámynd: Hallgrímur Guðmundsson

Nákvæmlega svona verður sagt frá þessu í blöðunum á morgun.

Hallgrímur Guðmundsson, 19.1.2009 kl. 12:38

3 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Heyrðu, ég fer þá bara að laga til í geymslunni eða dunda í tölvunni! Hm, annars pínu mótsögn í þessu tóti minn, segir fyrst að leikurinn hafi aldrei orði sú skemtun sem búist var við vegna yfirburða Liverpool, en segir svo síðast, Góða skemmtun!?

Hef reyndar oft gaman að rúlla yfir leiki eftir á og auðvitað er það viss skemmtun að rúlla yfir Everton, en þú setur mig í í vanda!

Kannski ég verði vakandi í fyrri hálfleiknum, svona markanna vegna og tékki svo aftur í restina!

Takk fyrir þetta Hr. Berdreymin!

Magnús Geir Guðmundsson, 19.1.2009 kl. 13:21

4 Smámynd: Þórarinn M Friðgeirsson

Ég verð að segja það drengir að seint verð ég nú spámaður og seinast líklega íþróttafréttamaður ég viðurkenni það að mótsögnin er talsverð svona eftir á að hyggja og að sjálfsögðu verður leikurinn meistari hin besta skemmtun, kannski ekki fyrir Evertonaðdáendur ef þeir eru þá einhverjir, Unitedaðdáendur fá þarna létta kennslu í hvernig á að afgreiða smáliðin og munu svitna af áhyggjum yfir 14.mars 2009 sem reyndar mig er farið að dreyma líka og ekki hef ég nú áhyggjur eftir þann draum onei og fussum svei.........(þó blautur hafi nú draumurinn verið en það er önnur Ella.. nei ég meina Ásdís) Því segi ég aftur Áfram Liverpool og góða skemmtun eða ekki maður spyr sig...

Þórarinn M Friðgeirsson, 19.1.2009 kl. 13:42

5 identicon

Tóti !

Var að tala við Bigga og hann spáir 0-1.  Ég hins vegar spái 6-0.

Torres 3

Gerrard 2

Jóla-Keane 1

GUMMI ÓTTARS (IP-tala skráð) 19.1.2009 kl. 15:49

6 Smámynd: Þórarinn M Friðgeirsson

Sjaldan hef ég verið jafnrólegur yfir nokkrum leik. Sex núll má alveg standa líka en ég reyndar á ekki von á miklum markaleik svona í fullri alvöru..... KV. Tóti

Þórarinn M Friðgeirsson, 19.1.2009 kl. 15:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband