Trúir þú að ríkisstjórnin sé að gera allt sem í hennar valdi stendur til að bæta hag landsins?

Svona spyrja drengirnir í Reykjavík síðdegis í könnun í dag. Ég vil fá að gera grein fyrir atkvæði mínu. Ég trúi því að ríkisstjórnin sé að gera allt sem hún getur í sínu TAKMARKAÐA valdi til að bæta hag einhverra landsmanna.  Ég held að það væri sama hvaða skrauthúfa yrði sett niður á alþingi í forsæti væri í skítamálum með að leysa þennan gífurlega vanda sem við blasir. Kannski væri möguleiki á að setja dæmið fram þannig: Telur þú að ríkisstjórnin ráði við þennan vanda sem við blasir eða þurfum við að kalla á utanaðkomandi sérfræðinga til að hjálpa okkur og ráðleggja ? Hér er staðan allt önnur ég segi Nei við því að ríkisstjórnin ein og sér ráði við þetta og Já við því að fá til ráðgjafar helstu sérfræðinga þjóðarinnar sem hafa verið að tjá sig um einhliða upptöku nýs gjaldmiðils og hvernig við best leysum málin. Við höfum séð hvern snillinginn koma í fjölmiðla á fætur öðrum með lausnir. Nú á að setja alþingismenn, Ráðherra og okkar fremstu snillinga saman inn í læstan sal með vistir og skipa þeim að leysa þetta í eitt skipti fyrir öll og koma ekki út fyrr en lausn er fundin OG TILKYNNA OKKUR SVO HVAÐ Á AÐ GERA. Þetta er það sem við kusum þau til að gera. EF ÞETTA GENGUR EKKI Á EINNI VIKU EÐA SVO þá eiga ÞAU AÐ BOÐA TIL KOSNINGA STRAX TIL AÐ HLEYPA ÞEIM AÐ SEM TELJA SIG GETA LEYST ÞETTA.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Bara að tékka á þér

Kveðja Kolbrún 

Kolbrún (IP-tala skráð) 16.1.2009 kl. 10:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband