3500 fyrirtæki, hvað er til ráða ?? hvernig leysum við þetta ?

Að sjálfsögðu er óumflýjanlegt að einhver fyrirtæki fari á hausinn, sum fyrirtæki eru nær dauðadæmd frá upphafi, önnur eru stofnuð utan um fjárfestingar sem eru nú foknar út um gluggann og fyrirtækið fer þá væntanlega beint í þrot. Verst finnst mér þó að hluti þessara 3500 verða væntanlega gömul og góð fyrirtæki sem hafa kannski komist í hendur misviturra manna sem hafa keyrt þau í þrot í græðgisumhverfinu. Hvað geta stjórnvöld gert? Mér er til efs að þau geti gert nokkurn skapaðan hlut ! Og eiga stjórnvöld að gera eitthvað ? Ja það er spurning hvort ríkið eigi að skipta sér af þessu á beinan hátt! Eina sem mér finnst ríkið eiga að gera í stöðunni er að gera þessum fyrirtækjum kleift að starfa með því að lækka STÝRIVEXTINA STRAX og veita arðvænlegum fyrirtækjum aðgang að rekstrarfé á eðlilegum vaxtakjörum til að komast yfir versta hjallann en hvað telst arðvænt fyrirtæki ? Maður spyr sig. Kv. Tótinn
mbl.is 3.500 fyrirtæki í þrot?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Landfari

Hver er þess umkominn að geta sagt við eitt fyrirtæki að það eigi rétt á niðurgreiddu láni frá skattgreiðendum en ekki við eitthvert annað?

Þá er ég reyndar að gefa mér að þú eigir við lága vexti þegar þú talar um eðlilega vexti.

Þú mátt gjarnan skilgreina hvað þú átt við með "eðlilegum vaxtakjörum"

Vandamálið er að það eru menn út um allan bæ búnir að vera kaupa hin og þessi fyrirtæki sem þeir höfðu bara ekkert efni á að akaupa. Fengu þetta allt lánað og ætluðu fyrirtækjunum að greiða þetta fyrir sig. 

Landfari, 9.1.2009 kl. 10:47

2 Smámynd: Þórarinn M Friðgeirsson

Það er nákvæmlega það sem ég segi Landfari þ.e. það er alveg sama hvað stjórnvöld reyna til að koma til móts við illa stödd fyrirtæki það næst aldrei nein sátt um það. Með eðlilegum vaxtakjörum er ég að miða við  að fyrirtækin beri þá því ekki gera þau það í dag miðað við stýrivexti. Það er ljóst að það á ekki og verður ekki hægt að hjálpa öllum þar sem óráðssían og ruglið hjá sumum hefur verið gengdarlaust meðan að aðrir voru með allt sitt á þurru en eru vegna vaxtastefnu að kikna en gætu með þokkalegum vaxtakjörum og lánamöguleikum staðið af sér storminn með ágætum.  En Það er eins og ég sagði spurning hvort ríkið eigi nokkuð að skipta sér af þessu ???

Þórarinn M Friðgeirsson, 9.1.2009 kl. 11:25

3 identicon

en svo er spurning af hverju flest fyrirtæki eru skuldum vafinn eftir eitt besta góð-æri í manna minnum?

Hefðu fyrirtæki ekki einmitt átt að greiða niður skuldir  á þessum tímum frekar en að safna þeim?

nei maður spyr sig....

siggi jóns (IP-tala skráð) 9.1.2009 kl. 12:58

4 Smámynd: Landfari

Það er nú akkúrat það sem ég var að meina siggi jóns að skuldirnar eru oft ekki eiginlegar skuldir fyrirtækjanna heldur eigendanna.

Menn voru að kaupa jafnvel fleiri en eitt og fleiri en tvo þokkalega stór fyrirtæki án þess að leggja fram neitt umtalsvert eigið fé. Ætla svo fyrirtækjunum sjálfum að greiða niður lánin.

Landfari, 10.1.2009 kl. 16:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband