8.1.2009 | 21:54
Jólasveinabrandari Ástþórs snerist upp í andhverfu sína ??
Ég get ekki að því gert að mótmælin eru farin að fara í taugarnar á mér, það er í lagi að mótmæla en að haga sér eins og f..... er of mikið af því góða og til þess eins fallið að gera þessi mótmæli að algjörum skrípaleik. Högum okkur nú eins og siðaðir mótmælendur einu sinni. kv. tótinn
Lá við að fundurinn leystist upp | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Hann kom því þó til leiðar að sjálfumglaði fundarstjórinn hætti...
Breki (IP-tala skráð) 8.1.2009 kl. 22:01
Kommúnistar báru jólasveininn út af Opnum borgarafundi
Ég gekk að dyrunum, fjöldi svartklæddra öryggisvarða í skeggræðum og ég smeygði mér hljóðlega framhjá þeim grímuklæddur sem jólasveinninn.
Barði stafnum hennar mömmu minnar sálugu í gólfið og hrópaði "Fær jólasveinninn að tala hér?"
Mikið fát kom á Gunnar leikstjóra sem hótaði að slíta fundinum ef jólasveinninn fengi orðið. Ekki mátti heldur afhenda lögreglustjóra kærugjafir úr poka sveinka.
Eftir vel æfðum handabendingum af leiksviðinu var ég um leið umkringdur svartklæddum öryggisvörðunum sem tóku sig til og í orðsins fyllstu merkingu báru jólasveininn út af Opnum borgarafundi undir hrópum mínum "Það er verið að bera jólasveininn út af fundinum"
Þegar út í bíl var komið og búið að taka niður skegg-grímu sveinka komu aðvífandi nokkrir fundargesta og sögðu að búið væri að "kjósa þig" inná fundinn. Ég gekk með þeim til baka að hurð leikhússins en þar biðu þá aftur öryggisverðirnir, nú ekki eins utangátta, og vörnuðu mér inngöngu.
Segir þetta ekki allt sem segja þarf um leiksýninguna Opinn borgarafund?
Útilokað er að byggja nýtt Ísland á grímuklæddum leiksýningum og sovét-fasískum vinnubrögðum.
4.12.2008 | 00:21 Borinn út af borgarafundi. Þjóðin blekkt með leikstýringu.
5.1.2009 | 15:51 Hvar á ég heima? Áhugaverð grein um pólitíska hugmyndafræði sem þarfnast skýringa.
3.1.2009 | 12:29 Kommúnískum áróðri troðið í 8 ára barn
3.1.2009 | 19:37 Hvar stöðvar barnaþulan Dimmblá?
Ástþór Magnússon Wium, 8.1.2009 kl. 22:06
Af hverju gerðir þú þetta?
Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 8.1.2009 kl. 23:18
Að sjálfsögðu hefur Ástþór rétt að mótmæla og bloga eins og við hin en mér finnst hann því miður vera orðinn alltof öfgafullur. Ég hafði lúmskt gaman að honum til að byrja með en nú segi ég að nóg sé komið og nú ber honum að róa sig aðeins! AÐ MÍNU MATI en hvað veit ég svo sem ???? kv tótinn
Þórarinn M Friðgeirsson, 9.1.2009 kl. 07:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.