Bjarni Ármannsson skúrkur eða bara sannur íslendingur ?

Ég hlustaði á auðmjúkan Bjarna Ármannsson í Kastljósi gærkvöldsins og það er alveg ljóst að þessi holdgerfingur ofurlaunanna hefur áhyggjur af ástandinu, svo miklar áhyggjur að hann hefur endurgreitt 370 millj. af ca 7100 milljónum sem hann hagnaðist á bankanum (að sagt er) nú þekki ég manninn ekki nokkurn skapaðan hlut, hann kemur ágætlega fyrir og virðist þokkalega heill í sínum málflutningi  en hvorki það né takmörkuð yfirbót hans í þættinum í gær breytir þeirri staðreynd að hann var einn af frumkvöðlunum í því að búa til þetta "ofurlaunakerfi" eða eigum við að kalla það réttu nafni: ofurgræðgislaunakerfið því það er alveg ljóst að þeir einstaklingar sem lofaðir voru sem fjármálasnillingar og tóku sér laun samkvæmt því voru ekkert annað en fjárhættuspilarar og sukkarar sem ólíkt venjulegum fjárhættuspilurum stálu fé almennings og léku sér með það sem sitt eigið og hver þeirra ber ábyrgð ? Jú enginn að eigin sögn þetta voru utanaðkomandi áhrif. Íbúðarlánasjóði kennt um hækkun fasteignaverðs, hruni banka í útlöndum kennt um, óhagstæðu gengi, stærð hagkerfisins og svo framvegis. Ég blæs á svona bull. Hafi þeir verið það miklir snillingar að réttlætt gæti þessi ofurlaun þá áttu þeir að geta séð þetta fyrir og stoppa helv. sukkið en maður spyr sig. Totinn

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband