4.1.2009 | 17:12
Liverpool öruggir í næstu umferð !!
Ekki á ég von á því að mínir menn í Liverpool verði í vandræðum með arfaslakt lið everton í næstu umferð bikarsins en maður veit svo sem aldrei þessi fj... bikarkeppni er bara allt önnur keppni en premierliege. Torress kominn til baka, Gerrard í flottu standi þrátt fyrir smá hnökur utan vallar og ég sé ekki að Everton stoppi okkur í FA.... en maður spyr sig. Ég er að horfa á Southamton - United og ég verð að segja eins og er að þrátt fyrir að Hörður Magnússon sé góður og gegn Poolari þá er nú alveg óþarfi að gagnrýna hvern einasta dóm sem riley dæmir á southamton. Höddi minn passa sig nú þetta var púra víti og ekkert annað kv. Tótinn
Liverpool mætir Everton í bikarnum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Auðvitað var þetta ekki víti, en þetta fór ekki í hausinn á varnarmanninum heldur í öxlina og honum til varnar þá stjakar leikmaður Utd mjög við honum þegar hann hoppar upp til að verjast skotinu. Ekki til að dæma víti á þetta, aukaspyrna á leikmann utd. hefði verið sanngjarnt. Rauða spjaldið var klárt, svona fara menn ekki í tæklingu!
Ingibjörg Hinriksdóttir, 4.1.2009 kl. 17:19
Jú jú púra rautt og púra víti menn eiga ekki að hoppa uppí loftið veifandi skönkunum út í loftið en ég var að sjálfsögðu að vona að United tapaði þessum leik en að sjálfsögðu átti ég ekki von á því. Áfram Liverpool.......kv. tótinn
Þórarinn M Friðgeirsson, 4.1.2009 kl. 17:26
Ingibjörg ef að þetta var ekki víti,ja þá spyr maður sig hvenær á að dæma víti.Já Þórarinn það er alveg einkennilegt að Höddi er alltaf settur á Utd-leiki,en það svo sem skiptir mig litlu máli,því ég skrúfa hann bara niður á fjarstýringuni.
Hjörtur Herbertsson, 5.1.2009 kl. 13:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.