Réttur staður fyrir mótmæli - en róum okkur nú aðeins ?

Er ekki lag að fara að hægja aðeins á þessum mótmælum ? Ég held að það sé sama hvað við mótmælum og rífum kjaft það er eins og að henda vatni á gæs..... Kv. Tótinn
mbl.is Mótmælendur skiptu um útibú
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Væri þá ekki rökrétt að herða mótmælin eða taka upp róttækari aðgerðir? Eða gyrðir þú kannski bara niður um þig ef einhver vill fá að þrykkja í þig?

Eva Hauksdóttir (IP-tala skráð) 17.12.2008 kl. 12:00

2 Smámynd: Þórarinn M Friðgeirsson

Svona róa sig aðeins með kjaftháttinn, ég legg það ekki í vana minn að "gyrða niður um mig" fyrir einn eða neinn Eva og ég get ekki að því gert að mér finnst þetta vera orðið fullmikið af því góða en það er mín skoðun og hún er alveg jafnrétthá og "ykkar unglinganna" eins og mogginn kallar ykkur. kv. Tótinn

Þórarinn M Friðgeirsson, 17.12.2008 kl. 12:56

3 Smámynd: J. Einar Valur Bjarnason Maack

Þórarinn, sjáðu til, við sem mótmælum göngum ALDREI ein (YNWA!) og það koma áfram til með að vera mótmæli á meðan þessi spilling og þetta fjárhagslega ofbeldi fær að líðast. Ég er viss um að þú sért ekki sáttur við að framtíðarhorfur barna þinna hafi verið skertar svo um munar vegna hátternis fárra manna.

Einnig skal ég bjóða þér að koma með mér niðrað tjörn og ég skal sýna þér hvað gerist þegar þú skvettir vatni á gæs; hún fer burt.

J. Einar Valur Bjarnason Maack , 17.12.2008 kl. 13:18

4 identicon

Verst er Einar, að gæsin kemur aftur eftir smá stund... færir sig hugsanlega aðeins um set. 

Þessi tegund mótmæla færir okkur ekkert, enda er stuðningurinn við þær orðin tóm, enda sést það á fjöldanum.  Og meira að segja helmingurinn þorir ekki einu sinni að sýna andlit sitt.  Hitt eru skólakrakkar sem nenna ekki að vera í skóla, og ætla sér væntanlega að komast í gegnum lífið á þeirri lífsskoðun (semsagt á velferðarvængnum). 

Skammarlegt að sjá þetta fólk sem setur út á að forsætisráðherra hvísli að fréttamaður sé dóni... skuli öskra "aumingi", "ræningi", "fáviti" o.fl. að háttsettum embættismönnum.  Maður sem nýverið henti skó nálægt þjóðhöfðingja á yfir höfði sér 2ja - 7 ára fangelsi.  Ég styð að þessu fólki sé stungið í steininn áður en steinn verður einhverjum að bana!

Funi (IP-tala skráð) 17.12.2008 kl. 13:25

5 Smámynd: Þórarinn M Friðgeirsson

Ég hef J Einar Valur að ég held jafnmiklar áhyggjur af ástandinu eins og þið hin og er langt í frá sáttur við það. Ég hef aldrei séð hlutum breytt fyrir hróp og köll á Íslandi allavegna ekki meðan ég man eftir því, mótmælendur eru kallaðir öllum illum nöfnum og úthrópaðir sem öfgasinnar, skríll og þaðan af verra! Ofbeldi hefur viðgengist í stríði og ég ætla rétt að vona að við séum ekki að fara að horfa á svoleiðis bull en mér sýnist að sumir séu nú bara þarna til að svala eigin kvalarlosta og engu öðru og taktu eftir að ég segi SUMIR. Ps. ég þarf ekkert að fara niður á tjörn til að vita hvað gerist þegar vatni er skvett á gæs en veit að orðatiltækið hefur verið notað um áratugaskeið og er alveg jafngott og áður. kv.

Þórarinn M Friðgeirsson, 17.12.2008 kl. 13:27

6 identicon

Ég legg til að þeir sem ekki hafa betri hugmyndir um hvernig hægt sé að koma þessu pakki frá völdum, hætti að agnúast út í okkur sem þó erum að reyna. Ef þetta skilar engu, munum við ganga lengra. Nánar tiltekið eins langt og við þurfum.

Eva Hauksdóttir (IP-tala skráð) 17.12.2008 kl. 15:09

7 Smámynd: Þórarinn M Friðgeirsson

Svona yfirlýsingar og það sem fylgir í kjölfarið hefur í gegnum aldirnar oft endað með stríði og það er ekki það sem neinn langar að sjá er það nokkuð. Ég held Eva að okkar skoðanir séu jafnréttháar og ykkar og ef okkur langar til að mótmæla mótmælendum eða jafnvel hverju sem er þá megum við það er það ekki og þetta snýst ekki um að láta ykkur í friði mér sýnist þið ekki láta neinn í friði sem ekki hefur sömu skoðun og þið ?? Maður spyr sig.

Þórarinn M Friðgeirsson, 17.12.2008 kl. 15:52

8 identicon

Að sjálfsögðu megið þið andmæla en það væri þá við hæfi að það væri gert með rökum. Nöldur á nefnilega ekkert skylt við umræðu, hvað þá mótmæli.

Ég er orðin hundleið á þessari tuggu um að okkar aðferðir séu ekki 'rétta leiðin' til að mótmæla þegar sama fólk getur engan veginn svarað því hver sé þá þessi 'rétta leið'. Ennþá leiðari er ég á bullinu um að beinar aðgerðir 'skili engu' þótt hver sá sem hefur einu sinni flett sögubók eða kann vefslóðina hjá Google, geti séð að það eru einmitt beinar aðgerðir sem hafa knúið fram öll stór réttlætismál í mannkynssögunni.

Semsagt, endilega svarið okkur en ekki með tuði, heldur rökum.

Eva Hauksdóttir (IP-tala skráð) 17.12.2008 kl. 16:42

9 Smámynd: Þórarinn M Friðgeirsson

Rökin mín Eva eru þessi: Nú er búið að auglýsa stöðu sérstaks saksóknara til að rannsaka málið. Væri ekki lag að sjá hver er ráðinn til starfans ? Allir ráðherrarnir eru búnir að segja að komi eitthvað misjafnt á þá í þessum rannsóknum segi þeir af sér. Eigum við að hinkra aðeins og sjá hvað gerist ? Mér virðist ríkisstjórnin vera að reyna að bjarga því sem bjargað verður: eigum við ekki að gefa þeim smávinnufrið til að sýna okkur hvað er í boði ? Ég á von á kosningum á næsta ári og þá getum við mótmælt hástöfum með atkvæðum okkar eigum við ekki að bíða eftir því ?? Er eitthvað það sem segir okkur að við skulum skipta öllu þessu fólki út núna ? er eitthvað betra í boði eruð þið með kraftaverkamenn sem geta leyst þetta núna ég spyr bara.

Þórarinn M Friðgeirsson, 17.12.2008 kl. 18:19

10 identicon

Gott svar og málefnalegt Þórarinn, nú erum við að tala saman.

Ástæðurnar fyrir því að ég vil ekki bíða og sjá til eru eftirfarandi:

1 Rannsóknir hafa tilhneigingu til að taka of langan tíma. Ef fólkið sem sigldi okkur í strand með ást sinni á einkavæðingu og frelsi fær 'vinnufrið', mun það koma okkur í ennþá verri stöðu. Tregðan við að taka upp annan gjaldmiðil, sú ákvörðun að greiða icesave skaðann og sú aðferð að leysa málið með láni frá hinum illræmda gjaldeyrissjóði; allt eru þetta afglöp sem leiða okkur bara í meiri þrengingar. 

2 Sparnaðarleiðirnar sem þessi glataða ríkisstjórn sér færastar, bitna á þeim sem síst skyldi. Það má ekki taka upp hátekjuskatt af því að hann skilar hvort sem er svo litlu í þjóðarbúið. Það má hinsvegar klína innritunargjaldi á þá sem þurfa að leggjast inn á sjúkrahús. Innrætið er útlitinu verra.

3 Það er einfaldlega eitthvað sjúkt og rangt við að stjórnendur sem klúðra jafn feitt og þessi ríkisstjórn og stofnanir sem eiga að hafa eftirlit með viðskiptalífinu, fái að sitja áfram, einkum og sér í lagi þar sem laumumakk hefur viðgengist ofan á allt saman. Þetta fólk er bara ekki trúverðugt.

4 Já, það er eitthvað betra í boði. Að vísu þarf að stokka stjórnkerfið alvarlega upp og það verður ekki gert á einni viku. En jafnvel þótt ekkert róttækara gerðist í bili en að við fengjum þjóðstjórn til bráðabirgða og héldum kosningar í vor, þá er það versta sem gæti gerst að við fengjum óhæfa stjórn sem við treystum í stað óhæfrar stjórnar sem nýtur ekki trausts -neins nema sjálfrar sín. Sennilega kæmist á vinstri stjórn og vinstri stjórn myndi beita skurðarhnífnum á allt öðrum sviðum.

Eva Hauksdóttir (IP-tala skráð) 17.12.2008 kl. 18:58

11 Smámynd: Þórarinn M Friðgeirsson

Nr. 1. það eina sem ég get gert er að reyna að treysta á að þeir sem rannsaki málin verði undir því eftirliti að þeir komist ekki upp með neitt múður. Erlendan óháðan rannsóknaraðila þarf í það.

Nr. 2. að sjálfsögðu er ég ekki sammála öllu því sem þessi blessaða stjórn er að leggja til eins og þú hefur kannski tekið eftir í blogi mínu þrátt fyrir að vera Sjalli til margra ára, ég held að hátekjuskattur myndi bitna líka á þeim sem síst skyldi því þeir sem stolið hafa mestu af okkur eru örugglega ekki hátekjumenn heldur í skattaskjóli einhversstaðar úti í heimi.

Nr.3. TIL ÞESS HÖFUM VIÐ KOSNINGAR:

Nr. 4 ég er bara ekki sammála þér með vinstri stjórn því að Samfylkingin yrði örugglega í svoleiðis stjórn og ekki sýnist mér þeirra verk vera til að hrópa húrra fyrir og þjóðstjórn yrði að mínu mati afleitur kostur þar sem ég treysti því engan vegin að slík stjórn réði við verkefnið

Góðar stundir. Tótinn  

Þórarinn M Friðgeirsson, 17.12.2008 kl. 21:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband