Þarfagreining er málið - kannski aðeins of seint í rassinn gripið.

Afhverju hefur aldrei verið farið í alvöru þarfagreiningu á því hvað það er sem vantar á nýbyggingamarkaðinn ? Ég eins og fleiri hef bent á það í nokkur ár að það er vaðið í að byggja og það allt á sömu nótunum. Hverjum vantar 110 fm 3ja herbergja íbúð þegar 75-80 fm nægja ? eða 140 fm 4ra herbergja íbúð en 100 fm ætti að vera feykinóg. Ég hef rætt það við marga byggingarmeistara síðustu árin að þeir ættu að reyna að fá að byggja "Hraunbæjarkjarna" aftur þ.er íbúðir fyrir venjulegt fólk sem hvort eð er staldrar ekki lengi við í þeim stærðum sem þar eru þá væri nú öldin eitthvað önnur. Allar eignir í dag skulu með bílageymslu eða bílskúr. Í Hraunbænum svo ég taki dæmi þá eru 50-60 fm 2ja herb. íb. 75-80 fm. 3ja herb. íb. og 95-110 fm 4ra herb. íbúðir, engin bílskýli skúrar eða slíkt (nema það sem byggt hefur verið eftirá og ekkert er að því að gera ráð fyrir slíku á lóðinni.) Fermetraverðið sem hefur verið í nýjum íbúðum ca 230-250 þúsund og uppúr myndi því leggja 3ja herbergja íbúð á ca 17-18 millj. , 4ra á frá ca 21 millj. og þá væri um að ræða viðráðanlegan kost fyrir unga jafnt sem aldna. En nei það er byggt og byggt og allt í stórum stærðum XXXXL og þá er verðið komið útfyrir greiðsluramma venjulegs launafólks. Maður spyr sig. Tótinn
mbl.is Segja fjölda nýbygginga ýktan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Þórarinn,

Þegar stórt er spurt er fátt um svör. Það sem þú ert að segja er alveg rétt og þetta er sérstakt rannsóknarefni en hér eru margar breytur.

Eins og þú kannski veist setur skipulag sveitarfélaga við lóðarúthlutun byggingaraðilum töluverð mörk, aðallega þó lágmörk. Sama má segja um byggingarreglugerðina en hún setur ýmsar kvaðir á byggingaraðila um gerð íbúða þannig að þessar gömlu góðu (hagkvæmu) íbúðir sem þú minnist á eru horfnar af nýbyggingamarkaði. Annað er svo það sem lítur að fjármagnsmarkaði en það er svo önnur saga.

Ég tel alla vega að skipulagsskilmálar sveitarfélaga í bland við byggingarreglugerð séu hér frumörsök. Lóðaverð og fyrrum fjármagnsmarkaður komur svo næst í röðinni. Svo má líka alltaf deila um græðgi byggingaraðila en það er líka önnur saga. Vonandi kemur þó ekki það ástand sem var allt fram til ársins 1999 að byggingaraðilar „héngu á horreiminni“ ef allt gekk stór-áfalla laust fyrir sig og hagnaður f hverri einingu var hverfandi miðað við á áhættu sem menn voru að taka.

Magnús Orri Einarsson (IP-tala skráð) 12.12.2008 kl. 08:23

2 Smámynd: Þórarinn M Friðgeirsson

Það er alveg ljóst að það vill enginn sjá það ástand sem var hér til 1999, ég er búinn að vera það lengi viðloðandi þennan bransa að ég man þetta ástand mjög vel, það má lengi deila um hvar liggur ábyrgðin. Ég er þér algjörlega sammála með það að skipulag sveitarfélaganna á þar stóran hlut að máli. Þeir byggingarmeistarar sem ég þjónusta eru margir hverjir sammála þessu en segja þeim settar miklar skorður og þeir verði að reyna að fylgja þessum skilmálum eðlilega en það má líka spyrja sig hvar liggur græðgin þegar sveitafélögin voru farin að selja lóðirnar á allt að kr. 10 millj. undir hverja íbúð í fjölbýlum. Maður spyr sig. Tótinn

Þórarinn M Friðgeirsson, 12.12.2008 kl. 09:21

3 identicon

Já Þórarinn, græðgin er á mörgum stöðum og eru sveitarfélög þar ekki undanskilin.

En eins og sjá má af fréttum var lóðasala orðin einn af tekjustólpum sumra sveitarfélaga en ég held að upphaflega hafi staðið til að gatnagerðagjöld eins og lóðagjaldið hér hér í "den" hafi átt að standa straum af standsetningu lóðar og gatna ásamt veitukerfum.

Launatekjur íbúanna (útsvar og önnur eðlileg þjónustugjöld) áttu svo að greiða reksturinn en en ekki sala á landi. Þannig að ljóst má vera að þetta er orðið eitthvað brenglað "system" allt saman

Magnús Orri Einarsson (IP-tala skráð) 13.12.2008 kl. 09:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband