Ofurlaun - hvar eru mörkin ??

Að sjálfsögðu á að skoða þetta allt saman frá grunni, hvað eru ofurlaun ?? eru það ofurlaun að hafa tíföld laun verkamanns jú líklega eru það ofurlaun og langt úr takti við það sem er að gerast í dag. Það er ekki spurning að það á að endurskoða í launaflokkum hjá Ríkinu eins og er að gerast allstaðar í þjóðfélaginu. En ég spyr þá einfaldlega: ef satt er að stjórnendur lífeyrissjóðanna séu með allt að 30 milj. í árslaun flokkast það þá undir ofurlaun ??? Nei það er hrein og klár græðgi og menn ættu að skammast sín fyrir svona bull. Maður spyr sig. Tótinn
mbl.is Vill lækka laun ríkisforstjóra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mér fynnst þetta góð spuning. við ættum allaveganna að geta fyndið einhverja tölu, t.d. má segja að enginn ríkistarfsmaður eigi að hafa hærri laun en forseti og forsætisráðherra og vinna svo út frá því.

ingi (IP-tala skráð) 11.12.2008 kl. 14:36

2 identicon

Eins og yfirleitt fannst mér ráðherrann ekki að segja neitt nema: "það verða örugglega einhverjar breytingar í þessa áttina.", "sem á áreiðanlega eftir að athuga."osfrv. Þetta er nátengt þessum leiðigjörnu "væntingum"  sem forsætisráðherrann og fleiri ráðamenn hafa reynt að róa okkur með að undanförnu.

Fjármálaráðherrann er ekki búinn" að athuga málið", ekki " kannað hvað mikið myndi sparast"  en hann "ætlar að skoða málið" .              

Hvaða skilaboðum var ráðherrann að reyna að koma til þjóðarinnar með þessu viðtali? 

Agla (IP-tala skráð) 11.12.2008 kl. 15:09

3 identicon

Hver er lágmarkslaun á Íslandi?

Hver eru meðallaun á Íslandi?

 Hvað eru ofurlaun á Íslandi?

 Í áratugi hef ég heyrt að það sé réttmætt að "yfirmenn"  fái margföld laun miðað við "undirmenn" vegna ÁBYRGÐARINNAR sem fylgi forustustöðum. Er eitthvað til í þeirri staðhæfingu?

Agla (IP-tala skráð) 11.12.2008 kl. 16:13

4 Smámynd: Þórarinn M Friðgeirsson

Ég held að það mætti líka spyrja sig hvað þarf meðalfjölskyldan að hafa í laun til að geta lifað mannsæmandi lífi og þá er ég ekki að tala um neitt bruðl ætli sú tala sé ekki nálægt 300 þúsundum í dag allavegna þannig að það er ljóst að það eru margir langt undir þeirri tölu maður spyr sig.

Þórarinn M Friðgeirsson, 11.12.2008 kl. 16:18

5 identicon

Þakka þér Þórarinn.

Meðalfjölskylda þarf þá ca 300  þús á mánuði til að skrimta ?

Hvernig er meðalfjölskylda skilgreind?

Agla (IP-tala skráð) 11.12.2008 kl. 17:39

6 identicon

Hvað gæti fjármálaráðherra okkar framfleitt mörgum "meðalfjölskyldum" af mánaðarlaunum sínum?

Agla (IP-tala skráð) 11.12.2008 kl. 17:46

7 Smámynd: Þórarinn M Friðgeirsson

Þessi tala er hrein ágiskun og miðað við það þá reikna ég með að hann sé með ca 1 millj í laun eða svo sem er líka ágiskun og þá væri þetta ca 3 meðalfjölskyldur. Vísitölufjölskyldan telur ef ég man rétt 4.

Þórarinn M Friðgeirsson, 11.12.2008 kl. 17:55

8 identicon

Þakka þér aftur Þórarinn.

Mér finnast tölurnar sem þú nefnir athyglisverðar.

Fjármálaráðherrann okkar (og aðrir í hliðstæðum stöðum) geta  þá séð fyrir þremur meðalfjölskyldum.

Getur maður eða kona á verkamannalaunum séð fyrir meðalfjölskyldu?

Agla (IP-tala skráð) 11.12.2008 kl. 23:56

9 Smámynd: Þórarinn M Friðgeirsson

Nei samkvæmt þessu þá mun vísitölufjölskyldan engan vegin geta séð fyrir sér en hvað veit ég svosem sumir eru einfaldlega duglegri en aðrir í að draga fram lífið á litlu sem engu. Kv. Tótinn

Þórarinn M Friðgeirsson, 12.12.2008 kl. 07:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband