7.12.2008 | 17:08
Jóladagatal Tótans Dagur sex - Kæra Ingibjörg S .
Já dauða mínum átti ég von á mín kæra frekar en þessu. Eineygða ESB aðild og það fæ ég þrátt fyrir að ég hefði ekki komið heim fyrr en alltof seint eftir strangt ferðalag með Icesavereikningnum til akureyrar. Það kom mér ekkert smá á óvart að þar vildi enginn hafa neitt með hann að gera svo ég varð að koma með hann heim aftur. Eineygða Esb aðildin tók strax öll völd á heimilinu og sjóðheita gengishækkunin, Kengbogna Kreppan og Karamelluhúðaða gengisfellingin eru búnar að taka yfir baðherbergið hjá okkur mömmu harðneita að opna og ég er að verða geðveikur og farinn að hakka í mig dísurnar hennar . Mamma og pólverjinn eru í verslunarferð og nú á víst að klára íbúðina loksins enda segir mamma að hún sé svo rík eftir Sjóðheitu Gengishækkunina hans Davíðs frá því í gær að hún sé að spekúlera í að kaupa nýja fokhelda íbúð ? Eineygða ESB aðildin stendur uppá stól og flytur lofræður allan daginn um einhverja kalla útí Brussel sem ætla að verða voða góðir við okkur ef við bara látum þá fá fiskinn okkar,rafmagnið okkar og vatnið okkar en ég er búinn að reyna að segja henni að það eina sem við getum látið kalllana hafa eru JÓLASVEINARNIR okkar. Og Icesavereikningurinn er farinn að taka undir með Eineygðu Esb aðildinni og söngurinn er að drepa mig. Ég segi það við þig eins og ég sagði við Davíð plís taktu þessi kvikindi með þér næst þegar þú kemur ég get þetta ekki lengur. Þinn vinur Tótinn.
Athugasemdir
Góður
Ingibjörg Hinriksdóttir, 7.12.2008 kl. 22:32
híhíhí, þú ert alveg stórkostlegur. Rosalega gaman að þessum bloggum hjá þér. Þú ert snilldar penni :)
Ásta Heiða (IP-tala skráð) 8.12.2008 kl. 08:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.