Jóladagatal Tótans - dagur 3 kæri Steingrímur.

Ég þakka þér ofboðslega fyrir sendinguna í gærkvöldiWoundering . En svakalega var ég skúffaður þegar að í ljós kom að það var ekkert í umslaginu sem þú gafst mér nema einn lítill blaðsnepill sem á stóð: Ég er á móti.Frown Gengisfellingin og Icesave reikningurinn fóru í hár saman og voru að rífast um hvorum þú værir meira á móti. Ég reyndi að stilla til friðar og segja þeim að þú værir rosa góður kall en værir bara svona almennt á móti öllu. Þau trúðu mér ekki og ég sit hérna eftir með svakaglóðarauga og er að drepast í hausnum. Mamma er komin heim en er ekki mönnum sinnandi og ég held að hún sé líka að verða svona fúll á móti týpa.  Ég verð að segja það að ég er líka að verða svona pínulítið á móti kall eins og þú en ég get bara ekki ákveðið alveg hverju ég á að vera á móti. Ég vona að þú komir aftur í kvöld og þá verði sko lausnir í umslaginu frá þér.  Kær kveðja þinn Tótinn 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband