3.12.2008 | 13:28
80% fækkun starfsfólks á fasteignasölum ?
Ég segi að þetta var því miður að einhverju leiti fyrirsjáanlegt. Ég er búinn að benda á það í nokkurn tíma að fjöldi ófaglærðra í stétt okkar fasteignasala væri orðinn það mikill að þetta stefndi í óefni. Löggjafinn hefur ekki viljað taka á þessum málum eins og þyrfti.
Það er alveg ljóst hvað sem hver segir um að við séum vælukjóar sem ættum að halda kj.. þar sem við værum búnir að hafa það svo gífurlega gott síðustu árin að ástandið hefur verið að smáversna síðustu misserin.
Átta þessir sömu aðilar sig ekki á því að fjölgun innan stéttarinnar varð svo gífurleg að bæði söluþóknun snarlækkaði og er hún þó sú lægsta á byggðu bóli þó margir sjái ofsjónum yfir tölunum og eins voru bara orðnir allt of margir um sömu kökuna þó hún hafi stækkað talsvert ? Ég held að þeir hinir sömu sem hafa allt á hornum sér yfir okkar stétt hafi ekki áttað sig á því að það er gífurlegur kostnaður því samfara að setja á stofn fasteignasölu (eins og raunin er væntanlega um flesta starfssemi)
Ég held að löggjafinn ætti að nota tækifærið og stokka þetta aðeins upp, það er ótækt að þeir sem hafa menntun til þess að starfa við fagið hafi ekki aðkomu að því þar sem það er svo óheyrilega dýrt að halda úti starfsstöð með löggiltum fasteignasölum (vegna kostnaðar sem lagður er á hvern lögg. fasteignasala) og því eru menn alltaf að leitast við að vera með ódýrari starfskrafta í vinnu (sem ég er ekki að segja að séu verri starfsmenn alls ekki). Það tekur ekki tali að einn löggiltur fasteignasali sem EINN BER ÁBYRGÐINA sé með allt að því 40 ófaglærða í vinnu hjá sér eins og dæmin sanna. Maður spyr sig Tótinn
Um 80% hafa misst vinnuna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
>Ég held að löggjafinn ætti að nota tækifærið og stokka þetta aðeins upp, það er ótækt að þeir sem hafa menntun til þess að starfa við fagið hafi ekki aðkomu að því
Jahá, þá fer ég frammá það að löggjafinn komi líka að því að lærðir viðskiptafræðingar og rafvirkjar fái að starfa við sitt fag.
Ekki láta svona, fasteignasala er bara career choice sem þú tekur meðvitað, alveg eins og að fara í viðskiptafræðina eða rafyrkjun eða hvað sem það nú kallast.
Þetta er svipað og að væla yfir því að hafa lært Tölvunarfræði þegar það var vinsælt og allir tölvunarfræðingar voru með ofurlaun, og svo loksins þegar maður er útskrifaður tölvunarfræðingur þá eru 3000 aðrir tölvunarfræðingar á markaðinum í leit að vinnu, markað sem hefur þegar dregist saman, og launin eru orðin "venjuleg".
Þú getur ekki sagt mér að fasteignaverð í Reykjavík hafi verið eðlilegt undanfarið?, viðkomandi sem ég þekkti seldi íbúð á 11M fyrir nokkrum árum, 8-10 mánuðum síðar þá sá ég sömu íbúð auglýsta til sölu á 16M, og svo rúmum 12-15 mánuðum seinna þá er sama íbúð seld aftur á 22M. og þetta var ekki íbúð á "besta stað" eða í "glæsilegu húsi". Þess má geta að brunabótamatið var alltaf í kringum 10-10,5M.
Bankarnir á tímabili buðu næstum hverjum sem er að kaupa íbúðir á 100% lánum, við það jókst eftirspurnin og þið fasteignasalar sáu tækifæri til þess að selja íbúðir fyrir meira en þær voru í raun virði, og heimskt/skammsýnt fólk flykktist til að kaupa þær.
Svo ekki koma að væla núna þegar verðið er á niðurleið og það er samdráttur í ykkar fagi, og ég hef líka í raun mjög litla samúð með fólki sem var það skammsýnt að kaupa íbúðir á þessu uppsprengda verði.
Jóhannes H. Laxdal (IP-tala skráð) 3.12.2008 kl. 21:27
Sæll Jóhannes og takk fyrir þessa athugasemd.
Nr.1. Fasteignaverð hækkaði óeðlilega mikið á árunum 2004 og 2005 en þó var komin talsverð hækkunarþörf eftir stöðnun á árunum á undan og þá var svo komið að byggingarkostnaður nýrra íbúða var hærri en söluverðið sem getur ekki verið eðlilegt en hækkunin var í hærri kantinum. Öll hækkun ársins 2007 hefur gengið til baka í raun og er staðan nú orðin þannig aftur að byggingarkostnaður er farinn að nálgast raunvirði. Hverjum er um þetta að kenna, jú sjálfsagt vilja flestir kenna fasteignasölum um og við eigum örugglega einhvern þátt í þessu þó sumir hafi reynt að sporna við þessu á einhvern hátt.
Nr. 2. Ég hef aldrei sagt að við eigum rétt á einu eða neinu og hef fulla samúð með öllum þeim sem eru að missa vinnuna sína hvort sem þeir heita rafvirkjar eða hjúkrunarfræðingar, en þeir eru þó í þeirri stöðu að það má enginn ófaglærður ganga beint í þeirra störf.
Mín krafa er einföld og er ég ekki að væla yfir einu eða neinu og það er að eingöngu þeir sem hafa til þess menntun megi hafa milligöngu um sölu og frágang á fasteignum enda er það bundið í lögum þó að fjöldi aðstoðarmanna sé ótakmarkaður og þar liggur mergur málsins. Kv. Tótinn
Þórarinn M.Friðgeirsson (IP-tala skráð) 4.12.2008 kl. 08:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.