24 ár í sælu !

Í dag er ég á persónulegu nótunum.Ekkert kreppukjaftæði og barlómur ! Afhverju ?  Jú í dag eru 24 ár liðinn síðan ég varð þeirrar gæfu aðnjótandi að konan mín heittelskuð sá aumur á ungum sveitapilti og síðan höfum við verið eitt. Ég er ekki að segja að þetta hafi verið eintóm sæla (þó að lannnnnngggmestu leiti)en við höfum þolað saman sætt og súrt í allan þennan tíma og afraksturinn eru tvö mannvænleg og að mínu mati ágætlega uppalinn börn. Ég veit ekki hvað hún sá við þennan bólugrafna sérvitring en eitthvað hefur það verið. Ég veit hvað ég sá í henni og sé enn og nú bara í mun ríkari mæli en þá og ennþá er ég eins og ástfanginn skólapiltur þegar ég sé hana. Takk mín kæra fyrir að umbera mig öll þessi ár og vonandi eigum við eftir allavega önnur 24 ár.  Kv. Tótinn


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Til lukku með þetta.  Enda er Ásdís bara frábær.  Eina áhyggjuefnið mitt er ef þið ætlið að fara út í skilja eftir 70tugt.  Reyndar segir þú allavega 24 ár....

þín systir,

Audbjorg

Audbjorg (IP-tala skráð) 24.11.2008 kl. 17:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband