18.4.2008 | 11:58
Húsmóðirin ég sjálfur at the end ???
Jæja góðir hálsar, mikið er ég hamingjusamur þessa dagana þar sem konan mín heittelskuð er byrjuð í smáum skömmtum þó að taka við hlutverki mínu sem húsmóðirin á heimilinu eftir tæplega 3ja vikna veikindaleyfi. Að vísu má hún þetta ekki allavegna ekki það sem krefst þess að hún þurfi að beygja sig mikið og því hef ég ákveðið að breyta húsinu til þess eins að ef að eitthvað þessu líkt kemur uppá aftur þá sé hún betur í stakk búin að sinna "sínum" skyldum (úpppsadeisi ég í vondum málum enn og aftur) eins og hún lofaði þegar við giftum okkur fyrir margt löngu síðan. Óhreinatausdallurinn verður hengdur upp á vegg í einn og sjötíu hæð og þvottavélin og þurkarinn settir í sömu hæð þannig að hún þurfi nú ekki blessunin að bogra við þetta í framtíðinni. Eins hef ég ákveðið að baðherberginu verði breytt á sömu forsendum og salernisskálin verður til að mynda í u.þ.bil einum og fimmtíu og baðkarið einnig þó að ég reikni með því að það gæti orðið þrautin þyngri að komast uppá og uppí eftir þessar breytingar. En allt skal gert til að auka líkur á að "ég sjálfur" þurfi ekki að standa í þessum andskk........ framar. Ég verð reyndar allveg að viðurkenna það að það hefur verið mikil ánægja og heiður að fá að takast á við eitthvað sem ég hélt(og held reyndar enn) að ég væri ekkert sérstaklega góður í. Nú er svo komið að mér finnst þetta bara alls ekkert leiðinlegt og alls ekki finnst mér þetta lengur vera hefðbundið "eiginkonudjobb" Það hefur komið mér á óvart hvað það er gaman að baka (að vísu með hjálp frú Betty C) skúra og setja í þvottavél en nú eru þeir dýrðardagar að verða að baki NEMA að ég hreinlega hysji uppum mig buxurnar og ákveði að þetta sé nú líklega hluti af því að vera nútíma karlmaður með öllum þeim kostum og göllum sem því fylgir. Ég ætla ekki að ábyrgjast að ég muni alltaf vera tilbúinn til að þvo þvottinn þegar það þarf eða þrífa klósettið þegar það þarf enda fara mínar hugmyndir og frúarinnar um hvenær þarf að gera þetta ekki endilega saman og ég held að það geti ekki verið gott fyrir baðtækin að vera þrifin nema svona ca einu sinni í mánuði eða svo, hvaða máli skiptir smá ló og smáskítugur þvottur ?? Það er ekki eins og það séu allir að horfa á það hvort buxurnar séu pínu drullugar eða krumpaðar eða skyrtan ekki alveg eins hvít og hún var í upphafi, það er líka stundum smart að sjá krumpur hér eða þar er það ekki ??????? Jæja nú er mál að linni í bili, óver and át. Totinn fyrrverandi yfirhúsmóðir ég sjálf....
Athugasemdir
Það er list að segja góðar sögur og leika sér með texta. Velkomin á vefinn þá átt greinilega heima þar. kv/vinnufél.
einhver á valhöll (IP-tala skráð) 18.4.2008 kl. 13:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.