Tryggingafélög fyrir hverja eru þau?

Nú er gaman eða hitt þó heldur. Ég lenti í þeirri óskemmtilegu reynslu að það brotnaði framrúða í fjölskyldubílnum á heimilinu sem er ekki í frásögur færandi og þar sem að við erum að borga formúgur í tryggingariðgjöld á ári þá taldi ég nú lítið mál að fá þetta viðgert og greitt af mínu tryggingarfélagi. Við hjónin eigum nýlegan bíl af Toyotagerð sem keyptur var með það í huga að ef eitthvað kæmi uppá þá væri kvikindið allavegna í ábyrgð. Kemur nú að aðalatriðinu. Tryggingarfélagið ætlar að bæta skaðann en eingöngu ef við skiptum við verkstæði sem þeir velja sjálfir þ.er sem er væntanlega nógu ódýrt fyrir þá án þess að ég ætli að lasta eða setja út á þá aðila heldur snýst málið um ábyrgð umboðsins á sinni vöru. Ef ég læt ekki skipta um rúðuna hjá umboðinu þá fellur bifreiðin úr ábyrgð á þeim hlutum sem að rúðunni og hugsanlegum skemmdum því tengdu til dæmis hugsanlegum lekaskemmdum snýr. Væntanlega snýst þetta um einhverjar krónur og það liggur fyrir að aumingja tryggingarfélagið mitt er væntanlega á þvílíkri vonarvöl peningalega að þær krónur skipti fyrirtækið öllu í afkomutölum ársins.  Ég veit ekki hvort þetta sé stefna allra tryggingafélaga en það er ljóst að ég mun allavegna kanna það alvarlega hvort mín viðskipti séu ekki betur komin annarsstaðar en hjá VÍS í framtíðinni ???????

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Birgir Valsson

Það er spurning um hvort FÍB gæti liðsinnt þér í þessu máli? Það er djöfull skítt að fá fátt um það að segja hvar maður lætur setja nýja rúðu í bílinn.

Jón Birgir Valsson, 17.2.2008 kl. 17:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband