Við skulum borga með öllum ráðum!

Aldrei hef ég verið eins viss um og í þetta skiptið að það yrði krukkað í nýföllnum og mjög svo skýrum hæstaréttardómi. Við skuldarar þessa lands skulum borga og það með öllum ráðum. Hvar var FME þegar ólöglegum lánum var útdeilt eins og tyggjóplötum meðan misvitrir víkingar sátu hinum megin við borðið og tóku stöðu gegn krónunni eins og enginn væri morgundagurinn? Að vísu varð enginn morgundagurinn fyrir mjög marga sem lentu í klóm þessara vitleysinga.  Þetta er eitthvert versta bananalýðveldi sem við búum í í heiminum. Lönd eins og Nígería og zwazíland hlýta dómum held ég en ekki Ísland sem á að kallast lýðveldi en er í raun einveldi fjármagnseigenda. Greiðslugeta margra er löngu farin en guð hjálpi lánastofnunum ef greiðsluviljinn fer þá fyrst eru hlutirnir alvarlegir eins og ég er farinn að heyra........
mbl.is Vilja skoða lagasetningu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband