Roy Rogers byrjaður að safna til sín "stórstjörnunum"

Ég er sáttur við þetta. Þetta er baráttuhundur sem verður flottur á miðjunni eða kantinum. Launin 90,000 pund á viku hmmm jú líklega aðeins of mikið en þetta er víst England í dag. Vonandi er fleiri góðra tíðinda að vænta á næstu dögum. Toppbaráttu þetta árið er væntanlega frekja að vonast eftir en maður á aldrei að segja aldrei ! Áfram LIVERPOOL 
mbl.is Joe Cole til Liverpool
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hjörtur Herbertsson

Ja aumingja þið, nei nei bara djók. Þið fáið þarna góðan liðstyrk til að hysja upp um ykkur buxurnar frá siðasta vetri.

Hjörtur Herbertsson, 19.7.2010 kl. 15:20

2 Smámynd: Þórarinn M Friðgeirsson

Já Hjörtur það eru sem betur fer fyrir okkur fleiri sem enduðu með allt niður um sig síðasta vor hahah en vonandi verða menn sáttari eftir þennan veturinn ?

Þórarinn M Friðgeirsson, 19.7.2010 kl. 15:24

3 Smámynd: Júlíus Valdimar Finnbogason

Nenni ekki að blogga um þetta þannig að það er fínt að kommenta bara hjá þér Þórarinn(er það kannski Tóti?).

Frábærar fréttir og Hodgson að gera vel þarna. Hef trú á Hodgson og er gríðarlega ánægður með að fá þennan leikmann í Liverpool. 

Júlíus Valdimar Finnbogason, 19.7.2010 kl. 15:51

4 identicon

Hefðu hin félögin virkilega verið á eftir honum hefði hann farið þangað,  90.000 pund á viku er ekki mikið fyrir leikmann sem þarf ekki að greiða kaupverð fyrir þannig að hin félögin höfðu greinilega engan áhuga.

haffi (IP-tala skráð) 19.7.2010 kl. 16:12

5 identicon

Meðalskussi.

Helgi (IP-tala skráð) 19.7.2010 kl. 16:18

6 identicon

Spurning hvort það hefði ekki verið viturlegt að tengja launin hans að einhverju leyti við spilaða leiki? Er hann ekki svolítið meiðslagjarn?

Nonni (IP-tala skráð) 19.7.2010 kl. 16:31

7 Smámynd: Dagur Björnsson

Mjög gott að hirða Joe Cole víst að þeir fengu hann frítt, 90.000 pund á viku er reyndar alltof mikið og mig grunaði aldrei að Liverpool hefðu efni á því. Vonandi að Roy rífi Lifrapollinn uppúr pittnum og gera þá að veldi aftur.

Dagur Björnsson, 19.7.2010 kl. 16:56

8 Smámynd: Hjörtur Herbertsson

Já Tóti þú hlærð, en við náðum þó öðru sætinu, og lönduðum einni dollu, þó kanski sé ekki merkileg, en dolla samt.

Hjörtur Herbertsson, 19.7.2010 kl. 20:19

9 Smámynd: Þórarinn M Friðgeirsson

Hjörtur jú þið voruð ágætir í vetur, betri en púllararnir en það voru líka fjölmörg önnur lið betri en liverpool ,ég held að Roy sé góður stjóri og ég ætla að gefa honum séns. Cole hefur verið meiðslapési en góður spilari engu að síður þegar hann er heill. Vonandi gengur betur á komandi leiktíð en þeirri síðustu  Ég er meira en sammála því að auðvitað á að tengja laun við spilatíma að einhverju leiti....!!!

Þórarinn M Friðgeirsson, 19.7.2010 kl. 23:25

10 identicon

Hvernig getur enskur landsliðsmaður verið "stórstjarna?" hehe, þessi enski bolti er núll-bolti án útlendinga. Það sást vel á HM að Rooney gat ekkert ef hann þurfti að reiða sig á samlanda sína.

valdimar (IP-tala skráð) 20.7.2010 kl. 00:07

11 identicon

Dagur, hvað meinarðu með ,,víst að þeir fengu hann frítt"?

Nótt (IP-tala skráð) 20.7.2010 kl. 02:03

12 Smámynd: Dagur Björnsson

Meinti einfaldlega með því að Liverpool eiga engan pening, Joe Cole varð samningslaus þannig að væntanlega fengu þeir hann frítt (ef við tökum ekki launin með) Þannig að það var frábært fyrir þá að fá hann þar sem hann er stórlega vanmetinn leimaður

Dagur Björnsson, 20.7.2010 kl. 16:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband