Ekki hefði ég trúað því að eiga eftir að sjá þessa fyrirsögn !

Er ekki Rauðnefur rótari risinn upp á afturfæturna og lýsir því að Fleksnes hefði verið sárt saknað í leiknum í gær ! Hvað segir Heeeeemmmmi Gúnn við þessu ?? Nei ég er reyndar ekki mikill snillingur í fótboltafræðunum en mér fannst frekar að hann hefði mátt segja eins og var og það var að sárasti söknuðurinn væri af nær öllum þeim leikmönnum sem spiluðu leikinn, það var eins og 70 % af liðinu hafi ekki haft þann dug og þor sem þarf í svona stórleiki sem mér finnst mjög skrítið miðað við að Rauðnefur hefur hingað til ekki verið skotaskuld að koma mönnum í rétta gírinn fyrir svona alvöruleiki ! Rónvaldur "Real" rassmuss var einn af fáum í liðinu sem virtist langa að berja aðeins á Barca mönnum enda sjálfsagt að undirbúa sig fyrir næsta vetur með Real. Vörnin var eins og gamall árabátur með einni ár og sóknin var eins og bitlaus sláttuvél af Ferguson gerð. Ég undanskil fyrstu 9 mínutur leiksins sem voru eign Rauðverja og hefðu þeir á góðum degi sett eitt til tvö kvikindi en ekki í gær, en andann þraut og virkuðu menn rauðnefs sem höfuðlaus her það sem eftir lifði leiks og MIKLU betra liðið vann í gær ekki spurning. Ég get ekki sagt að mér hafi leiðst það en það er allt önnur saga sem sögð verður seinna og vonandi ekki miklu seinna en maður spyr sig. Kv. Tótinn
mbl.is Ferguson: Söknuðum Fletchers
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Björn Jónsson

Velkominn, var að vona að þú værir ekki farinn yfir móðuna miklu.

Mikið rétt hjá þér betra liðið vann þetta. Var eins og einhver óhreinindi hefðu komist í gangverkið í þeim eftir nokkrar mínútur.

En.... Það skyldi þó aldrei vera að vatnið með grugginu í sem þeir fengu fyrir leik og á meðan á honum stóð hafi verið frá........................... Liverpl ???? Ég segi bara eins og sumir, maður spyr sig.

Enn og aftur velkominn til baka.

Björn Jónsson, 28.5.2009 kl. 15:24

2 Smámynd: Þórarinn M Friðgeirsson

Takk fyrir það Björn nei móðan mikla var ekki áfangastaður minn að þessu sinni, ég var bara uppiskroppa með umræðuefni þar sem mínir menn í Lifrapolli gerðu ekki nógu gott mót og ég var búinn að ráðast svo mikið á aftaníossana í utd að mér fannst nóg komið og þjóðmálin eru svo leiðinleg að það tekur því ekki að tala um þau og eini aðilinn sem ég hafði áhuga á að tala um var ég sjálfur og ekki er það til skemmtunar fyrir aðra og því ákvað ég að sumum (mér sjálfum) bæri að þegja öðrum til ómældrar skemmtunar ! Hugsanlega er betri tíð væntanleg með blóm í haga og langa góða sumarbloggdaga eða ekki?  er nema von að maður spyrji sig ?

Þórarinn M Friðgeirsson, 28.5.2009 kl. 15:35

3 Smámynd: Hjörtur Herbertsson

Skammastu þín Tóti að hallmæla Ferguson svona. Ég átti einu sinni gamla Ferguson dráttarvél alveg afbragðs góða, svona svipað og Sörinn er góður knattspyrnustjóri. En af leiknum að segja þá var þetta hörmung hjá mínum mönnum, nema fyrstu 9 mí. eins og þú nefnir. Ég dreif mig á pöbb til að sjá leikinn, sem var þá eins gott, því þá hafði maður nóg að dreipa á til að drekkja óánægju sinni, eða þannig sko.

Hjörtur Herbertsson, 28.5.2009 kl. 22:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband