Geisp !!!! Áhugamenn um alvöru fótbolta - Varúð!

Mín alræmda kristalkúla opnaði sig í morgun og í henni er einn litur áberandi og hann er blár og allt að því Kóngablár. Að vísu sýndi hún að Rauðnefur og hans pótintátar eigi ekki í vandræðum með HH og félaga hans í Pompey og munu þeir Rauðu setja allavegna tvö mörk í kvöld en varla fleiri þannig að áhugamönnum um alvöru fótbolta ættu að horfa á Chelskí -Everton eða leita að endursýningu á leikjum Liverpool til að sjá skemmtun. Blái litur kúlunnar getur ekki þýtt nema eitt að ef svo ólíklega vill til að mínir menn í Liverpool verða ekki mestarar í ensku deildinni í vor þá er það alveg klárt að það verða Hiddink og félagar í Chelskí sem munu taka titilinn bæði þann enska og klárlega líka bikarinn og svei mér þá ef þeir eru ekki að fara að vinna CL en að vísu er Kúlan með rendur í þeirri spá þannig að það er líklega verið að tala þar um Barca ?????  Þeir sem ætla að fara að setja niður vorlaukana eða kartöflurnar ættu því að gera það í kvöld frekar en að eyða dýrmætum tíma í að horfa á United en maður spyr sig ???
mbl.is Ferguson: Bikarinn truflar okkur ekki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hjörtur Herbertsson

Já já Tóti minn, farðu bara að setja niður vorlaukana þína, eða kartöflurnar. Ég horfi á leikinn, og býst alveg við ágætri skemmtun, en viðurkenni að það verði kanski ekki eins góð skemmtun og í gærkvöldi, (sem má náttúrlega þakka Arsenal fyrir) en hver veit. Góðar stundir í kartöfluræktini.

Hjörtur Herbertsson, 22.4.2009 kl. 16:01

2 identicon

æ æ æ... er allt búið hjá liverpool...en leiðinlegt.. dottið útúr öllum keppnum og lítill sem enginn séns á deild heldur.. ekki nógu gott lið! 

jonas (IP-tala skráð) 22.4.2009 kl. 16:03

3 Smámynd: Þórarinn M Friðgeirsson

Strákar þakka ykkur fyrir góð komment og jú ég er að spá í laukunum. Varðandi að Liverpool sé ekki nógu gott lið þá minni ég á að Utd hefur legið 2svar fyrir þessu "ekki nógu góða liði" á þessu tímabili og hundleiðist mér að fá ekki að mæta þeim oftar og jú það er enn séns á deildinni, United vinnur ekki alla leiki sem eftir eru og Hjörtur minn þínir menn eiga eftir að mæta liðinu sem þú þakkar fyrir skemmtanina í gærkvöldi og vonandi verður skemmtanagildið þar einnig í hávegum haft en njótið kvöldsins með Utd þið vinnið örugglega enda sagði kúlan mín það..........

Þórarinn M Friðgeirsson, 22.4.2009 kl. 16:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband