Mikið er vald fjölmiðla - Össur hefur talsvert til síns máls.

Lengi hefur það verið í umræðunni á mínu heimili hvort ekki sé nú komið nóg af kreppufréttum ? Við erum nokkuð sammála um það að það sé algjör óþarfi að byrja hvern einasta fréttatíma á neikvæðni. Byljan/365 finnst mér skara langt fram úr fréttastofu útvarps með þetta og það er eins og það þjóni hagsmunum einhverra að fréttirnar séu neikvæðar frekar en jákvæðar. BLoggarar eiga nú sinn þátt í neikvæðri umfjöllun og er ég ekki að undanskilja mig á neinn hátt ég er bölvaður nöldurseggur. Kannski er spurning að fara að snúa við blaðinu ? Gleðigjafanum Gissuri á bylgjunni ætti ekki að vera skotaskuld úr því að setja góðar fréttir á oddinn frekar en að byrja hvern einasta morgunfréttatíma á fréttum af mörkuðunum í Asíu. Kannski þjónar það einhverjum en varla neinum stórum fjölda. Verum jákvæð það er skemmtilegra en nöldrum þó smá það er líka voða gaman. Kv. Tótinn
mbl.is Össur: Eftirtektarverð hjarðhegðun fjölmiðla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband