19 ára starfsafmæli mitt.

Ég ætla að byrja á því að óska mér sjálfum til hamingju með að hafa þraukað í þessu fagi í heil 19 ár. Eða kannski ætti ég að samhryggjast sjálfum mér fyrir að hafa verið svo heimskur að "hanga" í þessu í heil 19 ár. Jú mikið rétt í dag 1. okt. 2008 eru semsagt nítján ár síðan ég hóf störf á Fasteignasölunni Gimli hjá Árna Stef. og fyrsta verkið var tölvuvæðing fasteignasölunnar, keyptar voru forláta Hiunday tölvur 286 mótel sem var það besta á þessum árum. Mikið hefur breyst frá þessum tíma. Í dag er erfitt að vera "fasteignasali" ég má ekki kalla mig fasteignasala þar sem að einungis þeir sem hafa til þess löggildingu mega kalla sig fasteignasala. Ég hef lokið prófi sem fasteignasali og hef haft til þess löggildingu frá 24 okt. 2003 að starfa sem slíkur en nú er svo komið að á samdráttartímum einum þeim verstu sem ég hef séð og hef þó ýmist kálið sopið í þeim efnum er mér ekki kleift að halda í löggildinguna vegna okurs stjórnvalda og heimskulegra laga. Til að viðhalda löggildingunni þarf ég nefnilega að borga hin ýmsu gjöld á hverju ári. NR. 1. eftirlitsnefnd með störfum fasteignasala tekur kr. 100,000 á ári af hverjum lögg. fasteignasala. Félag fasteignasala tekur kr. 90.000 á ári af hverjum lögg.fs. vegna SKYLDUAÐILDAR að félaginu og svo þarf að greiða tryggingar sem geta lagst á allt að ca 150.000 á ári. Það kostar mig semsagt ca 340þúsund á ári að vera fasteignasali og það finnst mér vægast sagt hreint rugl.  Menntunin nýtist sem betur fer við dagleg störf þó ég megi ekki kalla mig fasteignasala og eða koma fram sem slíkur. Þessu þarf að breyta og það ekki seinna en strax. Ég er ekkert að segja að ég sé eitthvað betri en hinir þ.e. þeir sem ekki hafa lokið prófi til löggildingar og enga menntun(og jafnvel litla sem enga reynslu) hefur í faginu en starfar samt á sama grunni og ég en hinn almenni kúnni á að geta greint á milli þannig að það vantar einhverja skilgreiningu fyrir kaupendur og seljendur fasteigna á því hverjir mega kalla sig fasteignasala.  Í dag er það þannig að enginn má kalla sig fasteignasala (né koma fram sem slíkur) sem ekki hefur til þess LÖGGILDINGU FRÁ YFIRVÖLDUM ÞESSA LANDS!

En hver hefur svo sem áhyggjur af svona smámunum í dag í ólgusjó íslenskra fjármála? Maður spyr sig !

Nóg komið af tuði í dag nú ætla ég að njóta gleðifrétta dagsins.

Totinn

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband