Afmæliskveðja.

Jæja góðir hálsar, ástkær móðir mín hún Bjarnheiður Gísladóttir á afmæli í dag 30 apríl. Hún fæddist fyrir réttum 67 árum í Eyjahreppnum og þar ólst hún upp þar til hún hleypti heimdraganum fyrst í húsmæðraskóla þar sem hún lagði grunninn að lífshlaupi sínu og ekki á ég von á öðru en að sú menntun hafi verið meðal þess sem heillaði föður minn hann Friðgeir þegar þeirra reytir rugluðust saman á öndverðri síðustu öld.  Þau hófu búskap skilst mér á Stór-Hellu á Hellissandi og þar ólumst við Auðbjörg systir mín upp framan af í góðu yfirlæti og þar kom einnig til sögunnar Arnar bróðir okkar. Lengst af bjuggum við á Bárðarás nr. 3 á Hellissandi. Móðir mín lét snemma til sín taka í pólítíkinni á Sandi og ekki er ólíklegt að þar hafi hið "léttkommúníska" andrúmsloft haft sitt að segja enda er hún móðir vor komin af rómuðu "alþýðufólki" í báðar ættir. Foreldrar Bjarnheiðar (eru og) voru þau sómahjón Auðbjörg Bjarnadóttir og Gísli Sigurgeirsson sem bæði eru látin, lengst af bændur í Hausthúsum í Eyjahreppnum. Systkini Bjarnheiðar eru í aldursröð, Sigurgeir sem er elstur,búsettur í Borgarnesi,  þá kemur frú Bjarnheiður sem býr nú í Kópavogi og þá Magnús sem er virtur meðlimur í félagi eldri borgara í Breiðholti, Jóna Fríða er sú fjórða í röðinni og er hún nýlega búinn að fagna sextugsafmæli sínu í Grafarholtinu og loks er það örverpið hún Alda Svanhildur sem er bara rétt rúmlega fertug að eigin sögn ekki ætla ég að rengja það og hún er Seltirningur. Öll eru þau systkin góðir og gegnir þjóðfélagsþegnar og hafa gert sitt til að fjölga íslendingum og er ættleggurinn ört stækkandi.  Frú Bjarnheiður Gísladóttir hefur á langri starfsævi haft ýmislegt fyrir stafni og eftir að sveitastörfum lauk þá tók við vinna við undirstöðuatvinnugrein þjóðarinnar þar sem hún hafði starfa lengi vel, eftir það tóku við ýmis gagnleg störf m. annars við rekstur Essósjoppunnar á Hellissandi og hannyrðabúðar á Hsd. 1984 flutti hún til höfuðborgarinnar ásamt okkur fjölskyldunni og eftir það hefur ýmislegt verið reynt en nú síðustu árin hefur hún starfað við stundarkennslu ásamt því að sinna pössun á barnabörnunum og barnabarnabarninu. Við óskum frú Bjarnheiði innilega til hamingju með að vera orðin "löggilt"

Þórarinn og fjölskylda 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Birgir Valsson

TIL hamingju HEIÐA með að vera orðin "löggilt". Tóti til hamingju með mömmu þína, hún er bara frábær!!

Jón Birgir Valsson, 1.5.2008 kl. 00:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband