18.8.2009 | 15:46
Ertu hissa á þessu Lilja ????
Þínir samstarfsmenn í þessari handónýtu ríkistjórn hafa gefið það út skýrum orðum að það verði ekkert leiðrétt á "populinn" meðan fréttir berast af því að "aðallinn" sé að fá felldar niður sínar skuldir í stórum stíl ! þessir hinir sömu aðilar eiga jafnvel stærstu sökina á því að lánin eru komin í þær hæðir sem raun ber vitni. Ég er einn af þeim sem var alinn upp við það að maður á að borga skuldir sínar !!! og því er ég algjörlega sammála og ég ætla að borga skuldir mínar meðan ég get það en ef það væru bara þær sem verið er að glíma við en ekki erlendar skuldir óreiðumanna þá væri ég sæmilega sæll og glaður. Hvert stefnum við er nema von að maður spyrji sig ??!!
Alvarleg skilaboð felast í minni greiðsluvilja | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
samála þér
Ólafur Th Skúlason, 19.8.2009 kl. 16:20
Ég er í grunninn sammála þér Þórarinn. Ég mun borga mínar skuldir meðan ég get. Niðurfellingar skulda "aðalsmanna" eru algjörlega óþolandi og ég hef trú á því að nú verði allir að vera á varðbergi þegar fram koma upplýsingar um slíkar niðurfellingar. Ég er algjörlega ósammála að fella eigi niður 20% af skuldum - þvert yfir pottinn - ég sé ekki lausn í því.
Ingibjörg Hinriksdóttir, 20.8.2009 kl. 12:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.