Verndum fjármagnseigendur og misvitra stjórnendur lífeyrissjóðanna.!!

Eins og þessi stjórn fer af stað þá liggur það fyrir að ekki verður hlustað á þetta frekar en aðrar góðar hugmyndir sem komið hafa fram. Þetta samræmist ekki hugmyndum þeirra um skattpíningu litla mannsins til verndunar fyrir fjármagnseigendur landsins. Nei við skulum borga hvort sem okkur líkar betur eða verr en maður spyr sig hvar er byltingin núna eða snerist hún eingöngu um að koma Sjálfstæðisflokknum frá og Doddman úr seðlabankanum... ??????
mbl.is Verðtrygging verði 4% að hámarki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Tökum þátt í byltingunni Þórarinn, byltingunni er ekki lokið, byltingin er alltaf.

Magnús Sigurðsson, 29.5.2009 kl. 13:05

2 identicon

Mig langar til að minna á svar VG við fyrirspurn FÍB sem birtist á bls 5 í Apríl hefti FÍB blaðsins:

"Vinstrihreyfingin – grænt framboð telur brýnt að áfram verði unnið að lausn á skuldamálum heimilanna og á landsfundi flokksins í mars sl. var samþykkt að leita ætti leiða til að lækka höfuðstól húsnæðislána eða frysta hluta hækkunar höfuðstóls lána vegna verðbólguskotsins. Einnig að gerð verði tímasett áætlun um afnám verðtryggingar. Þetta þarf að vera forgangsverkefni nýrrar
ríkisstjórnar strax í upphafi nýs kjörtímabils."

Þetta er á þeirra eigin stefnuskrá en nú má svíkja allt þar sem þeir eru komnir í stjórn.

Kolbrún Valbergsdóttir (IP-tala skráð) 29.5.2009 kl. 13:11

3 Smámynd: drilli

Athyglisverð hugmynd hjá framagosaflokknum. En gætum að, vextir bæði fastir og breytilegir, mundu rjúka upp. Ljóti boli passar nefnilega alltaf sitt og bíður bak við næsta horn. Því miður. Verðbólgan er skaðvaldurinn sem þarf að slá í rot, ekki bara einkennin. Fyrr er ekkert skjól eða ''skjaldborg''

drilli, 29.5.2009 kl. 13:18

4 identicon

Framsókn? Bíddu eru þeir ekki búnir að vera í stjórn nánast alltaf frá stofun lýðveldisins? Og nú þegar þeir eru í stjórnarandstöðu koma "töfralausnirnar" alltaf gott að vera í stjórnarandstöðu og geta sagt það sem fólkið vill heyra án þess að þurfa að framkvæma!

Bara ég (IP-tala skráð) 29.5.2009 kl. 13:44

5 identicon

Ef ákveðið verður að verðtrygging verði aðeins 4% á ári þá er einfaldlega ekki hægt að kalla það verðtryggingu lengur. Í mjög einföldu máli fjallar verðtrygging um það að ef ég lána þér lambsverð í dag þá vil ég fá andvirði lambs þegar þú borgar mér til baka eftir ákveðinn tíma en ekki bara hálfa sviðalöpp. Ég tek þetta dæmi vegna þess að mér var gefið lambsverð þegar ég var í vöggu og þegar ég var kominn í fullorðinna manna tölu og tók það út var það ekki einu sinni karamellu virði.

Ég er trúlega einn af fáum sem hef alltaf stutt verðtryggingu.

Vegna skorts á verðtryggingu var stolið af mér ómældum upphæðum í formi bankainnistæðna og sparimerkja og gefið þeim sem voru að byggja með lánum.

Þetta kemur oft upp í huga minn þegar ég keyri um þau hverfi sem voru byggð á sjöunda og áttunda áratugnum. Þar standa húsin sem voru byggð fyrir mína og minnar kyslóðar peninga. Þetta fannst þeim sem að fengu gefins peninga og eignir að sjálfsögðu hið besta fyrirkomulag og fá fjarrænt draumablik í augu þegar þeir minnast þessarra verðtryggingalausu gósentíma.

En að sjálfsögðu á ekki (og átti aldrei heldur) að láta fólk borga af vísitölu-/verðtryggðum lánum samtímis sem launin voru ekki vísitölutryggð.

Ég skildi aldrei af hverju lánin hækkuðu sjálfkrafa eftir útreiknaðri vísitölu á meðan að það þurfti sífellt að vera að jagast um launin (kallaðist að "gera kjarasamninga") á 2-3 ára fresti.

Þetta tvöfaldaði í raun óréttlætið. Það fólk sem tapaði peningum á sjöunda og áttunda áratugnum vegna skorts á verðtryggingu þurfti sjálft að taka verðtryggð lán á níunda áratugnum og greiða af þeim með sínum óverðtryggðu launum.

En þetta að færa peninga frá fólki sem á peninga í bönkum og sjóðum yfir til fólks sem er með lán var ósómi sem aldrei má endurtaka sig og mig grunar að þetta hafi orðið til þess að heil kynslóð fékk ótrú á sparnaði en tröllatrú á því að það að taka lán myndi alltaf reddast til lengdar.

Jón Bragi Sigurðsson (IP-tala skráð) 30.5.2009 kl. 21:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband