7.4.2009 | 11:27
Kíkti áðan í kúluna og hún sýndi góð úrslit í kvöld fyrir Manutd. !!
Eins og þeir vita sem hafa fylgst með þessari blogvitleysu minni síðustu mánuði vita þá hefur kristalkúlan mín verið nær óskeikul svona allavega frá janúarbyrjun og af þeim orsökum leit ég aðeins í hana í morgunsárið og hún sýndi mér svart á hvítu að kvöldið í kvöld verður ekki sú kvöl og pína fyrir aðdáendur Manutd sem þeir hafa upplifað síðustu vikurnar með smá útúrdúr nú um síðastliðna helgi. Það er nokkuð ljóst að tölurnar sem þessi annars ágæta kúla hafði fram að færa ættu að kæta united menn og aðdáendur Rauðnefs og félaga. Jú ég sá þrjú bein rauð strik í kúlunni gegn einu röndóttu striki sem reyndar var aðeins fölt þannig að ég ætla að tippa á að þetta þýði 3-0 eða jafnvel 3-1 fyrir united. Ég held að þetta föla röndótta strik gæti þýtt mark frá Portó í uppbótartíma eða jafnvel mark sem dæmt er af. Ekki fékk ég mikla svörun frá kvikindinu með hinn leik kvöldsins þannig að það verður líklega jafntefli þar 1-1 gæti ég trúað eða jafnvel 0-0 en við spyrjum að leikslokum. kv. tótinn....
Macheda byrjar á bekknum í kvöld | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Haha, 1-1 varð það já á Spáni, en hitt var auðvitað bull,en hún er bara stríðin eins og ektakvinnan þín, þrystalkúlan!
Magnús Geir Guðmundsson, 8.4.2009 kl. 01:04
Það væri fínnt ef þú hættir strax að spá mínum mönnum sigri. mér fynnst eins og úrslit leikja fari ældrei sins og kúlan þín seigir til um.
Ragnar Martens, 8.4.2009 kl. 01:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.