3.4.2009 | 17:25
Enn eitt herbragðið hjá Rauðnef Rótara !!!
Það líður ekki sú vika að sörinn tilkynni ekki þennan og hinn þungaviktarmanninn meiddan hjá shitunited en svo mæta þeir í næsta leik á eftir eins og ekkert hafi í skorist. Ætla menn ekki að fara að sjá í gegnum þetta hjá kallinum ? Hvað næst ég bíð eftir tilkynningu um að Rónvaldur Rassmuss hafi fengið illt í bossann og svo mætir hann eins og alltaf ferskur í leikinn. Nú er serbneska Ofurlaunadúkkan skráð meidd en ætli hann mæti ekki í næsta leik og setji svona eins og tvö kvikindi. Einu meiðslin eru í höfði sörsins en það er allt önnur ella en maður spyr sig samt. kv. Tótinn
Berbatov úr leik í tvær vikur enn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Gríðarlega fyndinn og vel skrifaður pistill hjá þér. Rauðnefur rótari - frábært. Rónvaldur Rassmuss - muhahahahaha (fékk í síðuna af hlátri). Haltu áfram að skrifa, með menn eins og þig er séns fyrir Ísland.
ps, Berbatov er frá Búlgaríu
Benedikt (IP-tala skráð) 3.4.2009 kl. 17:43
Jamm, firnaskemmtilegur, en átt eitthvað bágt gagnvart ,,shit-united". Úrslitin ráðast af samanlögðum stigum, alveg sama hversu mikið menn blóta.
Livrarlaugin eru góðir um þessar mundir, hafa sýnt miklu betri knattspyrnu en shit-united, en nú hafa mínir menn hvílst og Rónvaldur og fleiri koma kannski brosandi og kátir til leiks og sýna eitthvað.
En þú ert skemmtilegur. Um að gera láta fleiri svona flakka.
Kveðja að vestan.
Gústaf Gústafsson, 3.4.2009 kl. 18:10
Góðlátlegt grín drengir, ég vona alltaf að united tapi, það helgast af því að ég vinn með 4 unitedmönnum og bý með einum slíkum
Þórarinn M Friðgeirsson, 3.4.2009 kl. 18:28
Engar afsakanir góði minn...þarft þess ekki..
Halldór Jóhannsson, 3.4.2009 kl. 22:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.