24.2.2009 | 13:04
Að sjálfsögðu á að afnema þetta strax !
Þetta ósanngjarna gjald hefur orðið þess valdandi að fjöldi löggiltra fasteignasala hafa skilað inn skírteini sínu þar sem ástandið á mörkuðum er ekki til þess fallið að halda úti fjölda löggiltra fasteignasala innan sömu starfsstöðvar þar sem lögin kveða svo á að einungis þurfi einn löggiltan fasteignasala á hverja starfsstöð sem oftar en ekki leppar stofuna hvort eð er. Ég held að það þurfi að fella niður einnig skylduaðild að félagi fasteignasala sem komið var á við síðustu lagasetningu um stétt fasteignasala. Ég sé ekki að nokkur leið sé að skylda þig til að vera félagsmaður í einu félagi frekar en öðru og vil ég (hafi ég áhuga á því að vera í félagi yfir höfuð) velja sjálfur í hvaða félagsskap ég er. Ég get ekki að því gert samt sem áður að ég undrast stórlega þau drög og þær upplýsingar sem fram hafa komið varðandi þá endurkoðun á lögum um fasteignasala sem nú er verið að vinna að þar sem augljóslega er verið að víkka út hverjir það eru sem geta starfað í faginu frekar en þrengja það.
Eins og ég hef margoft rætt þá tel ég það ótækt að einn löggiltur fasteignasali geti haft á sínum snærum allt að 20 -30 ófaglærða sölumenn/ráðgjafa eða hvað þeir kalla sig og borið einn ábyrgð á þeim öllum en það er svo allt önnur ella.
Burt með skylduaðild að Félagi Fasteignasala og þetta ósanngjarna eftirlitsgjald út í hafsauga strax, þetta er ekkert annað en eitt skattabullið til viðbótar en maður spyr sig.
Eins og ég hef margoft rætt þá tel ég það ótækt að einn löggiltur fasteignasali geti haft á sínum snærum allt að 20 -30 ófaglærða sölumenn/ráðgjafa eða hvað þeir kalla sig og borið einn ábyrgð á þeim öllum en það er svo allt önnur ella.
Burt með skylduaðild að Félagi Fasteignasala og þetta ósanngjarna eftirlitsgjald út í hafsauga strax, þetta er ekkert annað en eitt skattabullið til viðbótar en maður spyr sig.
Íhuga tímabundið afnám eftirlitsgjalds | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.